Fundur settur kl. 20.10
Mættir Dóra Ísleifs sem stýrir fundi, Kristinn Már, Sólveig Alda sem ritar fundargerð, Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Hjalti Hrafn og Navid.
1. Málefni innflytjenda og flóttafólks og hælisleitenda.
Hjalti fór yfir. Unnið hefur verið að drögum að ályktun um málefni flóttafólks en ástandið í þeim málum er vægast sagt hrikalegt og má ekki bíða.
Hjalti las yfir ályktunina, ásamt tillögum að breytingum; styttri útgáfa.
Umræður um ályktunina og breytingar. Hún hefur tekið stórum breytingum í vinnslu á milli funda (unnið í opnu ferli á netinu) og ætlunin er að málefnahópurinn vinni lengur með hana. Því verður hún ekki lögð fyrir stjórnarfund að svo stöddu.
13. feb. verður málefnafundur um þessi mál – áframhaldandi vinna við málið. Notast við styttri útgáfuna. Skoða mál varðandi mæður og börn.
Fulltrúi Íslands í HRC flóttamannaráði Sameinuðu Þjóðanna er í Stokkhólmi og veit ekkert um þessi mál á Íslandi. Sú manneskja á að vera hér á landi.
Rætt um umsögn við nýtt frumvarp til laga um málefni flóttamanna.
2. FULL FACT
Stofnaður hefur verið hópur utan um staðreyndaprófun frétta og upplýsinga sem koma í gegnum fjölmiðla. Þessi hópur stendur utan Öldu þó hann hafi tengsl inn í félagið. Alda fagnar þessu enda löngu kominn tími til.
Nú er kominn nothæf heimasíða og þetta mun fara í gang vel fyrir kosningar. Verið að vinna að þessu.
Umræður um opna leið í full fact. Eins og er er þetta lokað. Crowdsourcing or editors. Vandamál við Wikipedia í svona litlu samfélagi. Getur verið bæði en til að byrja með vilja þeir hafa lokað. (Svo auðvelt að taka yfir í þessum kosningavetri). Svo til að byrja með er þetta lokað og seinna er ætlunin að það verði opið og crowdsourcing.
Vandamál við hlutdrægni til styttri tíma og reglur verða að vera stífar.
Engir peningar í þessu og allir mega bjóða sig fram í Full Fact teymið. Reglur um peninga hafa verið útbúnar en þetta er ekki tilbúið. Engin umræða verið um peninga.
Þeir sem vilja vera með láti í sér heyra.
3. ÞJÓÐFUNDUR
Haldinn var fundur í gærkvöldi um málið. Félagsmaður tók af skarið og hóaði í fund.
Við slíka þjóðfundarvinnu verður ego-ið að verða eftir heima. Mikið gagnrýnt á sínum tíma.
Mjög mikilvægt að faglega verðið að því staðið og ekki talað niður til fólks. Fundur eftir þrjár vikur.
4. OPNIR FUNDIR Í AÐDRAGANDA KOSNINGA
Strandar á að negla húsnæði og fyrsta fundinn. Björn fór yfir skipulagið.
Dóra ætlar að tékka á húsnæði fyrir þessa fundi.
5. MÁLEFNAHÓPAR
SJÁLFBÆRNI: Nóg að gerast. Fínn fundur síðast. Ásta ætlar að taka saman hugmyndir og kynna á grænum dögum í HÍ. Dóra ætlar að kynna það inni í listaháskóla.
Mikil sigling á facebook og eitthvað fjör að gerast.
Sjálfbærnistefnan er góð og hana þarf að kynna.
MENNTASVIÐ
Drög að stefnu og miklar umræður. Gaman þar. Vísað til annars málefnahópsfundar áður en það er lagt fyrir stjórn.
Verkefnið með lýðræði á leikskólum er á siglingu. Fyrsta lýðræðisþing í Múlaborg fyrr í þessum mánuði. Starfsmenn og stjórnendur skólans yfir sig hrifnir að hafa prófað.
Garðaborg er næst og þessir skólar hafa sótt um þróunarverkefnisstyrki. Næsta skref er að hafa foreldra inni í þessu verkefni.
STYTTRI VINNUTÍMI
Fundur með verkalýðsfélögum í síðustu viku sem var stór fundur og vel tekið í málin. Næsta skref er að tala við þau félög sem við höfum hitt og eru jákvæð.
Það verður gerð ný þjóðarsátt í haust og menn vildu hafa styttri vinnutíma sem spil sem verður ekki fleygt.
HAGKERFISHÓPUR
Ekki haldinn fundur í mánuðinum en nú þarf að senda inn umsagnir um þingsályktunartillöguna.
Sjálfstætt starfandi blaðamaður tók viðtal við Hjalta. Viðtalið verður líklega hluti af grein sem birtist í Red Pepper.
SKILYRÐISLAUS GRUNNFRAMFÆRSLA
Engin fundur í febrúar. Of lítill tími og vantar fólk til að keyra málið áfram.
GREININGARDEILD
– er í vinnslu.
ALVÖRU LÝÐRÆÐI
Fóru og hittu Bjarta Framtíð s.l. mánudag. Góð viðbrögð. Kynntu lýðræðislega stefnu stjórnmálaflokks og lögin.
Stefna BF unnin í gegnum netið með læk-kerfi. Svolítið Betri Reykjavíkur stemning. Helsti galli er að þú þarft að vera skráður í flokkinn til að geta unnið í málefnastarfi þar.
Annars er verið að kynna málefni og hitta stjórnmálaflokka.
6. Önnur mál
Aðferðafræði:
Athugasemd við nafnið Stjórnarfundur.
Félagsfundur / general meeting er stærri fundur.
Ákvörðunartökufundur.
Sett í gang hugmyndavinnu um nafnið: Stjórn.
Ef framkvæmdafundur, gefur þá til kynna að við séum ekki í framkvæmdum á öðrum fundum. Eða?
Félagið virkar í consensus kerfi. Sem skiptir miklu máli upp á trúverðugleika og gegnsæi. Formfast og viðurkennt. Skiptir máli að vera konsistant og gefur Öldu lögmæti. En það tekur tíma að koma málum í gegn. En það fer hins vegar alltaf í gegnum sama ferli og er trúverðugt.
Formfesta ferlið og búa til leiðbeiningar og viðmið fyrir hópstjóra og festa í sessi.
DÓRA: líst vel á ferlið fyrir hópstjóra og fundarstjóra. Hvernig verður plagg til? Eru til mismunandi gerðir til? Gott að búa til viðmið fyrir vinnuna. Hjálpa fólki að halda fundi og koma málum á koppinn. Klára mál og svo framvegis.
Kíkja á skjalið frá Hjalta og búa til viðmiðunarskjal varðandi aðferðafræði og hópstjórn og verkefnakláringar.
INNRA VERKLAG
Skiptir máli að ekkert fari frá Öldu nema það hafi farið í gegnum verklag þar sem flestir hafa tækifæri til að koma að málinu.
Ef mál þurfa að fara hratt í gegn þá verðum við að geta bent á fyrri umræður og stefnu í málinu eða eitthvað slíkt.
Við megum ekki sem stjórn taka ákvarðanir sem ekki hafa verið ræddar og farið í gegnum ferli. Félagsmenn verða að geta hafa haft mörg tækifæri að til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Handbók fyrir starf í Öldu.
KYNNING OG MÓTTAKA FYRIR
Búið að búa til móttökuspjald fyrir nýja félagsmenn.
HEIMASÍÐA
Auglýsa eftir fólki til að þýða af íslensku yfir á ensku.
Bæta við útgefið efni sem lista. Með pdf dl linkum. Og preview. Og efnisorðalista.
Fá útlitið á hreint.
HÚSNÆÐI
Að stjórn búi til ályktun – hvatningu og Ásta Hafberg vaði í málið. Samþykkt.
FUNDARGERÐ
Umræða um orðið: fundargerðir. Kannski á betur við að nota orð eins og fréttir. Mikilvægt þó að halda í fundargerðarformið að einhverju leyti. Þessu er vísað til næsta stjórnarfundar.
Fundi slitið 22.44 en settur aftur 🙂 vegna gleymsku fundarmanna.
Umsögn um sveitastjórnarlög.
Umsagnarbeiðni frá Þór Saari. Síðast snérist það fyrst og fremst um fjölgun sveitastjórnarmanna og endurbætt íbúalýðræði.
Nú virðist það hafa tekið upp hluti úr Öldu og skemmtileg atriði komin þar inn. Við tökum undir það.
Fjöldi sveitastjórnarmanna:
Verið að leggja til fjölgun. Gott eða vont.
Þetta hefur áður verið rætt en lentum í vandræðum. Höfum ekki náð að ræða þetta á málefnahópi. En hin ákvæðin er eitthvað sem við tökum undir því þau eru í okkar anda.
Ef næst málefnahópsfundur þá rætt og reynt að taka afstöðu en annars umsögn um það sem við vitum nú þegar.
Fundi slitið aftur 22.50