Fundur settur klukkan 18.

Mættir voru: Guðmundur, Krisinn, Harpa, Hjalti, Ásta, Þórarinn (ritari) og sænskur mannfræðinemi sem fylgdist með.

Í samræmi við niðurstöðu fyrri fundar hafði Guðmundur tekið saman lista yfir vandamál í hagkerfinu sem þarf að lagfæra sem allra fyrst, flest vandamál sem hefði þurft að leysa strax eftir hrun.

Listinn var ræddur og eftir umræður varð nýr listi til. Atriði hans eru:

  1. Fjármálastofnanir eru of stórar. Þær þarf að brjóta í smærri einingar, en jafnframt leyfa þeim að samnýta sitthvað í rekstrinum (t.d. tölvukerfi).
  2. Lýðræðisvæða fjármálastofnanir.
  3. Félagsleg bankastarfsemi í stað arðsemissjónarmiða (aukin fjölbreytni).
  4. Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi
  5. Matsfyrirtæki ekki rekin í hagnaðarskyni, og verði fjármögnuð af þeim sem vilja kaupa verðbréf.
  6. Kröfur um að starfsmenn eftirlitsstofnanna með fjármálastarfsemi hafi ekki unnið hjá banka s.l. fjögur ár.
  7. Stöðvun niðurskurðar í almannaþjónustu hins opinbera, s.s. menntun, heilsugæslu og félagsvernd
  8. Þjóðhagsstofnun verði endurvakin, þó í breyttri mynd. Hún myndi mæla lífsgæði og annað slíkt (sbr. ályktun Öldu).
  9. Hækkun á hátekjuskatti, lækkun skatts á þá tekjuminni.
  10. Loka fyrir leiðir í skattaskjól.
  11. Yfirtökuréttur starfsmanna við gjaldþrot fyrirtækja (með yfirfærslu í lýðræðisleg fyrirtæki). Einnig lög um lýðræðisleg fyrirtæki (sbr. hér).
  12. Bann við afleiðuviðskiptum nema hugsanlega við mjög þröng afmörkuð skilyrði.
  13. Tobin skattur.
  14. Áminning um að veðmálastarfsemi er þegar bönnuð
  15. Lágmarks- og hámarkslaun (róttæk útfærsla gæti yfirtrompað hugmyndina um hátekjuskatt).
  16. Lögfesting framfærsluviðmiðs.
  17. Undirbúningur að endursköpun fjármálakerfisins í heild.

Rætt um nauðsyn þess að breyta lögum til þess að hvetja til auðvelda nýjum aðilum að stofna önnur form fjármálastofnanna, og þá sérstaklega samfélagsbanka og lýðræðislegra fjárfestingafélaga.

Hugleiðingar um þörf á nýjum gjaldmiðli og afnámi verðtryggingar. Einnig rætt um snjóhengjuna og mögulegar afleiðingar af dómsmálum. Þörf á að útfæra frekar tillögur vegna þessara þátta.

Samþykkt var að Guðmundur myndi setja saman stutta greinargerð um þessa þætti og að fundur yrði haldinn sem allra fyrst í hópnum um þá greinargerð.

Engin önnur mál voru rædd. Fundi slitið kl. 20:00.