Ályktun samþykkt af Öldu 24/02/2013

Alda kallar eftir endurbótum á málefnum flóttafólks og hælisleitenda

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur eftir mikla heimildavinnu, samráð og samræðu um málefni flóttafólks og hælisleitenda ályktað að þörf sé á tafarlausum endurbótum á regluverki og vinnuferlum sem að þeim lúta.

Samkvæmt 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna eiga allir rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum. Mannréttindi eru reglulega brotin á Íslandi í skjóli skrifræðis. Þessu þarf að breyta.

Alda kallar eftir því að eftirfarandi atriði verði lagfærð á næstu sex mánuðum:

 • Hælisleitendur verði ekki handteknir og ákærðir við komuna til landsins og þar með gerðir að glæpamönnum. Að leita sér hælis er ekki glæpur en þó eru allir hælisleitendur fangelsaðir við komuna til landsins. Þetta verklag er óréttlætanlegt og veita skal sakaruppgjöf hverjum þeim sem nú þegar hefur orðið fyrir barðinu á þessu athæfi stjórnvalda.
 • Hælisleitendur skulu hvorki ákærðir né færðir í gæsluvarðhald fyrir að hafa ólögleg skilríki við komuna til landsins. Slíkt stríðir gegn reglum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt 31. grein samnings um réttarstöðu flóttamanna. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk á flótta, hugsanlega undan ofsóknum yfirvalda, noti ólögleg skilríki.
 • Fólk sem sækir um hæli hér á landi skal fá aðstoð lögfræðings að eigin vali með viðunandi reynslu eða sérhæfingu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
 • Í öllum málaferlum, yfirheyrslum, skýrslutökum og við miðlun mikilvægra upplýsinga skal túlkur vera til staðar. Túlkun skal fara fram á móðurmáli viðkomandi einstaklings.
 • Hælisleitendur eiga að fá að vinna. Rétturinn til að vinna telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt 23. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Það sama má segja um réttinn til að ganga í stéttarfélag.
 • Brottvísunum byggðum á Dublin-reglugerðinni skal hætt tafarlaust. Reglugerðin beinir hælisleitendum að landamæraríkjum Evrópusambandsins sem hafa afar takmarkaða getu til að taka á móti þeim fjölda hælisleitenda sem þangað kemur og því er flestum vísað aftur til heimalands síns.
 • Afgreiðslutími umsókna um hæli hér á landi verður að takmarkast við nokkra mánuði. Veita þarf þarf auknu fjármagni í það ferli ef ekki er hægt að afgreiða umsóknir á viðunandi tíma. Verklagsferlið verður einnig að vera opið og gagnsætt. Gagnsæi er nauðsynlegt til þess að stofnanir lýðræðislegs samfélags geti talist ábyrgar gagnvart fólkinu sem þær þjóna. Einnig er ótækt að hælisleitendur þurfi að bíða mánuðum eða árum saman meðan örlög þeirra eru ákveðin bak við luktar dyr.
 • Sé umsókn um hæli hér á landi hafnað skal gefin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir þeirri ákvörðun og hún rökstudd. Skýrslan skal gefin út þremur mánuðum fyrir brottvísun.
 • Hafi umsókn um hæli ekki verið afgreidd sex mánuðum eftir að hún var lögð fram skal hæli veitt tafarlaust af mannúðarástæðum.
 • Hælisleitendum skal tryggður aðgangur að allri samfélagsþjónustu á borð við heilsugæslu, skólum, bókasöfnum, íþróttamannvirkjum, opinberum viðburðum o.s.frv., til jafns við íslenska ríkisborgara. Margir hælisleitendur eru félagslega einangraðir en hafa nánast enga möguleika á þátttöku í samfélaginu. Mörg líkamleg og andleg heilsufarsvandamál má rekja til slíkrar einangrunar.
 • Hælisleitendum skal veitt aðstaða í viðunandi húsakosti á meðan umsókn þeirra um hæli er afgreidd. Þessi aðstaða skal vera staðsett í Reykjavík en ekki t.d. í Reykjanesbæ. Hælisleitendur ættu að hafa aðgang að allri grunnþjónustu í sínu nánasta umhverfi.
 • Sérstaka ummönnun og athygli skal veita börnum hælisleitenda í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 • Allt regluverk um málefni hælisleitenda skal miða að því að gera biðina eftir hæli eins stutta og auðvelda og mögulegt er. Kerfið á að bera vott um jákvæða afstöðu og miða að því að hjálpa fólki.

Nánari umfjöllun

Stríð, fátækt, ofsóknir og aðrar þær aðstæður sem fá fólk til að flýja heimili sín má oftar en ekki rekja til efnahagslegra og félagslegra ferla sem grundvallast á misskiptingu auðæfa og ólýðræðislegu stjórnarfari. Arðrán þriðja heimsins af hálfu vestrænna ríkja hefur haft mikið að segja við að skapa slíkar aðstæður. Ísland hefur hagnast á þessari skipan mála en hefur á sama tíma neitað að gangast við afleiðingunum með því að leyfa fórnarlömbum þessa kerfis að setjast hér að. Svo lengi sem auðlindir og fjármagn flæða frjálst um heiminn ættu manneskjur að geta það líka.

Mörg vandamál hafa orðið til vegna skiptingar heimsbyggðarinnar í þjóðríki. Minnihlutahópar og einstaklingar sem tilheyra ekki „þjóðinni“ verða í því kerfi ríkisfangslausir og eru þar með útilokaðir frá pólitísku samfélagi. Allir menn ættu að njóta mannréttinda en í raun eru margir sem engra réttinda njóta. Sú skylda að tryggja mannréttindi hvílir á þjóðríkjum heimsins. Þeir sem eru án ríkisfangs hafa af þeim sökum enga tryggingu fyrir því að réttindi þeirra séu virt.

Þessi vandamál verða ekki leyst af íslenska ríkinu út af fyrir sig heldur þarf heimsbyggðin að takast á við þau í sameiningu. Íslenska ríkið ætti hinsvegar að vera leiðandi í þessum efnum og takast tafarlaust á við vandamál hælisleitenda og flóttafólks í heiminum.

 


 

Statement adopted by Alda 24/02/2013

Alda calls for immediate reform on the issues of refugees and people seeking asylum

Alda – association for sustainability and democracy, has after much research, discourse and collaborative work on the issues of refugees and people seeking asylum, concluded that immediate reform is needed in regard to regulations and procedure.

According to article 14 of the Universal Declaration of Human Rights, everyone has the right to seek and enjoy asylum from persecution. Human rights violations take place in Iceland concealed beneath layers of bureaucracy. This must change.

Alda calls for the following reform to be carried out within the next six months:

 • That refugees and people seeking asylum not be arrested, charged and criminalized upon arrival. Seeking asylum is not a crime, yet all people seeking asylum are imprisoned upon arrival in Iceland. There is no justification for this procedure and amnesty should be given immediately to those who have already been criminalized by this process.
 • Refugees and people seeking asylum should not be detained or prosecuted for possessing false documents upon arrival. It goes against UN regulations for refugees as laid out in article 31 of the International Convention Relating to the Status of Refugees. It is perfectly reasonable that people fleeing, e.g. from persecution of authorities, carry illegal travel documents. Demands for such legal document are unreasonable.
 • People seeking asylum must be provided legal representation by a lawyer of their choice, with adequate experience and/or specialization in the issues of refugees and people seeking asylum.
 • No proceedings, interrogations or mediation of important information should be held or given without a provided interpreter present. Translation should always be in the appropriate native language.
 • People Seeking Asylum should be allowed to work. The right to work is a basic human right as per article 23 of the universal declaration of human rights. So is the right to join a labour union.
 • Deportations based on the Dublin Regulation should cease immediately. This procedure funnels asylum seekers in Europe to the EU border states through which most asylum seekers enter the EU. Those states have a limited capacity to provide for the number of asylum seekers they are confronted with and thus most are turned away.
 • The time allowed for reviewing an application for asylum must be limited to a few months and resources made available if acceptable time limits can not be met. The process must also be open and transparent. Transparency is essential for the sake of accountability. In current conditions people seeking asylum face uncertainty for months or years on end while their fate is being decided behind closed doors.
 • If an application for asylum is rejected, the rejection should be supported by a report detailing the reasons why. This report should be published three months before the deportation.
 • If an application for asylum is still being reviewed after 6 months asylum should immediately be granted on humanitarian grounds.
 • People seeking asylum must be guaranteed access to basic social services such as healthcare, education, libraries, sporting facilities, public activities etc. equal to Icelandic citizens. At present many people seeking asylum suffer from social isolation and deprivation of basic means for inclusion and participation in society. Various mental and health related issues have a strong correlation with such isolation.
 • People seeking asylum should be given adequate accommodation while waiting for the application process to be completed. Those accommodations should be located in Reykjavík rather than Reykjanesbær and all basic services should be provided locally.
 • Special consideration should be given to the children of people seeking asylum. According to the UN Declaration of the Rights of the Child, every child without exception is entitled to social services and education and the child should in all circumstances be the first to receive protection and relief.
 • All regulations regarding the issues of refugees and people seeking asylum should aim to make the wait for asylum as short and easy as possible. The system should be constructed in a positive manner and aim to help people.

Detailed discussion:

War, poverty, persecution and other calamities that force people to flee their homes are often the result of of economic and social processes based upon inequality and undemocratic government. Exploitation of the third world on behalf of western states has had a significant influence. Iceland has benefited from this order but refuses to shoulder the responsibility for the consequences by admitting the victims of this system into the country. While resources and capital are allowed to move around the globe without limits so should human beings.

Fundamental problems result from the organization of the world into nation-states. Minorities and individuals who do not belong to the “nation” become stateless and have thereby no access to a political community. Human rights are supposedly inalienable but in reality unequally distributed and many are denied such rights and other basic rights by affluent societies. The obligation to guarantee human rights falls on nation-states. Being stateless is thus to be alienated form even the most basic human rights.

Some of these issues cannot be solved fully by the Icelandic state alone but must be dealt with by the global community. Icelandic authorities should lend their weight to solving the issues facing immigrants and asylum seekers around the world.

One Thought to “Ályktun um flóttafólk og hælisleitendur / Statement on refugees and people seeking asylum”

 1. Samuel Eboigbe

  People are people no matter were they come from but important they are well behaved in a new society.I am sure this manifesto was drafted by persons with good in-tensions for humanity for peace and tranquility in the world at-large.It will of good if all various institutions and bureaucratic bodies acknowledge and adopt this policies.

Comments are closed.