Boðað er til fundar í sjálfbærnihópi Öldu þann 7. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, klukkan 18:00.
Á dagskránni er að ræða sjálfbærniþorp, ásamt því að verkefnin sem eru í gangi nú þegar verða kynnt:
– Sjálfbærniþorp: staða og kynning á hugmyndum á Grænum dögum (forföll þess sem áður hafði tekið málið að sér)
– Permakúltúr, stofnun vinnuhóps um innleiðingu hugmynda á Íslandi
– Réttindi dýra (jarðar, lífvera) á Íslandi, stofnun vinnuhóps um greinargerð
– Önnur mál
Allir velkomnir að vanda.
Sæl Öll
Mig langaði að mæta á þennan fund en ég komst ekki því miður, er hægt að sjá fundargerð eða eitthvað slíkt. Og eins að fá að koma á þann næsta?
kveðja
Hallur