Fundur haldinn í Grasrótarmiðstöð 13. mars. Um átta manns mættu en fundur var óformlegur. Fyrr um kvöldið hafði myndin Fit Hostel verið frumsýnd og það fólk skilaði sér ekki á fund.

Eitt helsta vandamál hælisleitenda í dag er að þeir fá ekki að hafa neitt fyrir stafni. Ef t.d. þeir falla undir Dublinarákvæðið þá fá þeir ekki vinnuleyfi vegna þess að mál þeirra á að taka svo stuttan tíma í kerfinu. Hins vegar er meðalmálsmeðferðartími um 22 mánuðir.
Rætt um atvinnumöguleika t.d. stofnun lýðræðislegs fyrirtækis þar sem hælisleitendur gæti starfað, fengið full laun og ákvörðunartökurétt á við annað starfsfólk.

Næsti fundur verður 27. mars í Grasrótarmiðstöðinni.