Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt menntakerfi miðvikudaginn 20. mars kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta.

Grunnstefna hópsins var lögð fyrir síðasta stjórnarfund og var hún samþykkt. Aðalefni fundarins verður að leggja fram og ræða tillögur að næsta verkefni hópsins.