Á laugardaginn 13. apríl ætlar ALDA að hitta stjórnmálaflokka á opnum fundi og heyra hvað þeir boða til lausnar á þeim göllum í hagkerfinu sem komu berlega í ljós í hruninu og hvaða augum þeir líta á aðkallandi skort á lýðræði á sviði efnahagslífsins.

Hér verður kjörið tækifæri til að ræða þær grundvallarbreytingar sem þörf er á en lítið hefur verið rætt um í fjölmiðlum.

Öllum viðstöddum gefst tækifæri til að ræða á jafnréttisgrundvelli við talsmenn flokkanna og spyrja spurninga og heyra þeirra sjónarmið.

Alda telur nauðsynlegt að gera breytingar á efnahagskerfinu þannig að það lúti leikreglum lýðræðisins sem og stuðli að bættum lífsgæðum fyrir alla og í sátt við náttúruna. Félagið telur að veita eigi fólki eitt atkvæði á mann í vinnunni og þannig lýðræðisvæða fyrirtæki og stofnanir landsins. Einnig telur félagið að stytta verði vinnutíma, m.a. til að tryggja bætt lífsgæði.

Ráðast hefði þurft í margvíslegar aðgerðir strax í kjölfar hrunsins til að draga sem mest úr líkum á endurteknu hruni sem og leggja grunn að nýju hagkerfi sem grundvallast ekki á skuldasöfnun, hagsveiflum, ójöfnuði og ósjálfbærri hagvaxtarkröfu.

Fundurinn fer fram í fundarsal Listaháskóla Íslands að Þverholti 11 (jarðhæð) og hann hefst klukkan 14:00.

Fundurinn er opinn og allir hjartanlega velkomnir.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

Uppfærsla föstudagur 12. apríl:
Eftirfarandi flokkar hafa hafa tilkynnt komu sína:
Samfylkingin
Björt framtíð
Píratar
Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði
Húmanistaflokkurinn
Lýðræðisvaktin
Framsóknarflokkurinn
Vinstri hreyfingin – graent frambod