Alda er að koma úr sumarfríi. Félagið er enn húsnæðislaust en hefur sent erindi til allra sveitarfélaga landsins í von um að þau muni tryggja grasrótarstarfi á borð við Öldu aðstöðu. Við segjum fréttir af því þegar þær berast. Á meðan væri vel þegið ef einhver veit um nothæft og endugjaldslaust húsnæði fyrir Öldu og starfsemi hennar, allar ábendingar vel þegnar.

Það átti að vera stjórnarfundur í þessari viku en verður væntanlega í næstu viku og hefst þar með starfið í vetur af krafti.

Fyrir þá sem hafa áhuga á lýðræðislegum fyrirtækjum að þá er Kristinn Már, stjórnarmaður í Öldu, með námsstofu í Róttæka Sumarháskólanum í kvöld, miðvikudag 14. ágúst kl. 20 í Reykjavíkurakademíunni (gamla JL húsinu). Engin skráning og allir velkomnir.

Minnum á að kosið og slembivalið er til stjórnar í félaginu á tímabilinu 15. september til 15. október (nánar auglýst síðar).

Það er mikið verk óunnið í lýðræðis og sjálfbærnimálum og mörg verk á dagskrá hjá Öldu í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn til að vera með og leggja hönd á plóg. Sjáumst í vetur!