Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði
Fundargerð: málefnahópur um lýðræðislegt menntakerfi, 22. ágúst 2013
Fundur settur kl 20:00
Fundinn sátu: Þórgnýr, Birgir Smári, Guðmundur Ágúst, og Hjalti Hrafn
Fundinn ritaði Hjalti Hrafn.
Enginn fundarstjóri var kjörinn vegna smæðar fundarins en allar samræður og skoðanaskipti gengu eins og í sögu og fundurinn einkenndist af einstaklega skemmtilegu hugmyndaflæði.
Þórgnýr kynnti hugmynd sína um að sækja um styrk til Evrópusambandsins til að efla barna og unglingalýðræði. Hann fór yfir það hvaða styrkir væru í boði og eftir hvaða leiðum þyrfti að sækja um þá.
Rætt var um markmið og áherslur í verkefninu. Fjórir áherslupunktar komu fram. Í fyrstalagi að fjallaði yrði um raunveruleg mál og teknar yrðu raunverulegar ákvarðanir sem kæmust að lokum í framkvæmd. Í öðru lagi að þetta yrði opinn vettvangur en ekki t.d. fulltrúaráð. Í þriðja lagi að hluti styrksins eða annarra fjárráða yrði settur í einhverskonar þátttöku fjárhagsáætlanagerð þar sem peningunum yrði úthlutað í verkefni með lýðræðislegum þátttökuferlum. Í fjórðalagi að þetta yrði ekki einstakur viðburður heldur væri stefnan að koma á vettvangi fyrir barna og ungmennalýðræði sem yrði endurtekinn.
Guðmundur Ágúst kynnti fyrir fundinum hugbúnað sem hann hefur þróað fyrir skóla sem heitir Hugveitan. Í framhaldi af því var rætt um hvort verkefnið ætti að byggja á rafrænu lýðræði eða fundum. Bæði formin hafa kosti og galla og hugsanlega hægt að samtvinna þessar aðferðir.
Aðilar að verkefninu verða börn í ákveðnu sveitarfélagi (hugsanlega takmarkað við ákveðinn áldur).
Markmiðið er efling barna og ungmenna til að taka ákvarðanir um málefni sem varða þeirra eigin hagsmuni.
Umfang verkefnisins er ákveðið sveitarfélag.
Í lok fundarins voru skrifuð drög að tölvupósti til Mannréttindastofu sem hefur umsóknarréttinn á einum af styrkjunum sem koma til greina. Þórgnýr var kjörinn til að hreinskrifa og senda póstinn.
Fundi slitið kl 21:45