Fundargerð – skipulagsfundur um starfið í vetur 16. okt 2013

Fundur settur í nýju húsnæði. Múltíkúltí á Barónsstíg 3 hefur tekið okkur opnum örmum og þar eigum við fundaraðstöðu alla miðvikudaga.

Mætt á fund Björn Leví, Andrea Ólafsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Ásta Hafberg, Þórunn Eymundardóttir, Kristinn Már, Sólveig Alda (er ritaði fundargerð) og Guðmundur D.

Ný stjórn kom saman í fyrsta sinn til að skipta með sér verkum og sjást. Hulda Björg Sigurðardóttir kemur ný inn í stjórn ásamt tveimur slembivöldum fulltrúum þeim Andreu Ólafsdóttur og Þórunni Eymundardóttur.

Í fyrsta sinn er stjórnarmaður búsettur úti á landi en Þórunn býr á Seyðisfirði. Hún mætti á fundinn í gegnum Skype.

Fyrsta mál á dagskrá:

Björn Leví frá Pírötum kom inn á fund með þá spurningu til Öldu hvort hún geti eða vilji vera gæðastjórnunaraðili eða matsaðili á spurningavef sem verður opnaður 20. okt. en þeim vef er ætlað að auka beint lýðræði. Hugmyndin er að safna spurningum frá fólki um mál sem á þeim brennur og eftir góðan tíma er kosið um tillögur.

Vefnum er einkum ætlað að sýna fram á að hægt sé að auka þátttökulýðræði í gegnum netið.

Lagt til að ræða á málafnahópsfundi þar sem hægt verður að fjalla ítarlegar um þetta verkefni – enda margar spurningar sem brenna. Sú tillaga samþykkt.

Stjórn ræddi verkaskiptingu og málefnahópa. Stjórnarmenn hafa skipt með sér að hafa umsjón með hópum og má sjá skiptinguna hér að neðan (með fyrirvara um að einhverjar breytingar kunni að verða). Rétt er að minna á að allir félagsmenn geta stofnað og stýrt hópum og verkefnum innan Öldu.

Málefnasviðin eru þrjú: Hagkerfið, Alvöru lýðræði og Sjálfbærni.

Hjalti, Ásta og Hulda munu einbeita sér að hagkerfishópnum og þeim málefnum sem falla undir hann. Guðmundur D. mun einbeita sér að styttingu vinnutíma.

Hjalti Hrafn ætlar að halda áfram með hóp og vinnu hvað varðar málefni hælisleitenda.

Björn Þorsteinsson, Kristinn Már og Andrea Ólafsdóttir munu hafa umsjón með hóp um alvöru lýðræði (á sviði hins opinbera).

Sólveig Alda og Þórunn Eymundardóttir munu taka að sér sjálfbærnihópinn í vetur.

Enn sem komið er vantar hópstjóra fyrir menntamálin. Áhugasamir félagsmenn er hvattir til að taka það verkefni að sér og hafa samband við stjórnina (hvern sem er).

Rætt um Múltíkúltí. Stjórnin mun skjóta saman aur til að greiða fyrir húsnæðið en einnig talað um að vera með kaffisjóð á fundum. Gjarnan má auglýsa eftir frjálsum framlögum þegar reikningsmál eru leyst. Við fáum nokkra lykla sem við þurfum að gæta vel og í húsnæðinu má halda nokkra fundi samtímis. Við höfum húsið frá 19:00 alla miðvikudag og getum haldið fundi um helgar ef þess þarf.

Rætt um stöðu mála hvað varða styttingu vinnutíma. Í þeim málefnahópi er blússandi gangur. Guðmundur D hefur verið boðaður aftur á fund hjá BSRB og fjölmörg félög hafa áhuga á málefninu. Einhver félög eru með styttingu vinnutíma ofarlega á kröfulistanum sínum. Hugmynd er að safna þeim félögum sem eru áhugasöm saman á einn fund.

Ráðstefna 9. nóv til heiður Herði Bergmann. Alda stendur að ráðstefnu í nóvember ásamt Landvernd. Á ráðstefnunni verða þó nokkuð margir Öldu-meðlimir með örerindi um hvert skuli stefna. Undirbúningur er í fullum gangi og dagskrá auglýst síðar.

Fundi slitið rétt um 22.10.