Stjórnarfundur 6. nóv. 2013

Mætt Hulda Björg, Hjalti Hrafn, Guðmundur D., Ásta Hafberg, Kristinn Már og Sólveig Alda.

1. Málefnahópar.

Alvöru Lýðræði: Leggja línur fyrir veturinn og sveitastjórnarkosningar. Skoða stefnuna og kíkja á það sem er nýtt að gerast annars staðar t.d. deliberative polling.
Hópurinn ætlar að halda kynningarfund 20.nóv. 19:15.

Hagkerfishópurinn stefnir á fund 13. nóv. Ásta og Hjalti Hrafn sjá um þann hóp.

Fundarhald í hóp um málefni hælisleitenda verður haldið áfram eftir áramót. En skoða skal þingsályktunartillögu VG um þessi mál og senda inn álit.
Hjalti var í viðtali um þessi mál við belgískar konur sem eru að gera heimildarmynd.

Sjálfbærnihópurinn stefnir á fund og hefur borist liðsauki. Hildur Knútsdóttir og Birna Hallsdóttir ætla að vera með í umsjón um þann hóp, ásamt Þórunni Eymundardóttur og Sólveigu Öldu.
Sólveig verður í sambandi við þær upp á að finna stað og stund.

Umræður sköpuðust um Stytting vinnutíma en Guðmundur D. hefur verið ötull að hitta verkalýðsfélög og tala fyrir þessu málefni. Hann heyrði í þeim félögum sem hafa verið hvað mest áhugasöm um styttingu vinnutíma og viðraði hugmynd um málþing. Svör frá félögunum voru t.d. að ekki væri ráðrúm til að standa í slíku. Peningar og vilji virðist vera til en virknin er lítil.

Umræður um verkalýðsfélög leiddu stjórnarmenn að nýstofnuðu verkalýðsfélagi, IWW – Industrial Workers of the World. Hjalti Hrafn sagði frá áherslum þeirra en þeir stunda róttæka beina verkalýðsbaráttu. Í þetta félag geta allir skráð sig, þvert á stéttir, og félagið styður lýðræðisvæðingu ofl. í anda Öldu.

2.Þingsályktunartillögur

Formleg beiðni frá Pírötum um umsögn er varðar tillögu þeirra um endurskoðun stjórnarskrár. Alda hefur rætt þetta margoft og vísar í fyrri umræður.

Umræða um þingsályktunartillögu VG um atvinnulýðræði. Hagkerfishópurinn kíkir á það og setur saman umsögn. Stjórnarmenn sammæltust um að óska eftir að fá fulltrúa frá Öldu í nefndina sem á að fjalla um tillöguna.

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lögum um útlendinga og hælisleitendur. Hjalti Hrafn ætlar að skoða umsögn varðandi þá tillögu.

Frídagafrumvarp er komið fram í annað sinn með smá breytingum. Guðmundur D. skoðar umsögn um það.

3. Málþing

Alda og Landvernd er með málþing á laugardaginn 13-16 í Þjóðminjasafninu til heiðurs Herði Bergmann. Félagsmenn og stjórnarmenn eru áberandi á málþinginu. Erindi málþingsins munu verða gefin út í bók. Málþingið verður tekið upp og vonandi birt á internetinu.

4. Önnur mál:

Hjalti ræddi um samskot varðandi húsnæðið og kom með þá hugmynd að fá aðra til að deila þeim tíma sem við fáum úthlutað í húsinu. Sólveig ætlar að tala við forsvarsmenn Múltíkúltí um það. Einnig þarf að skoða fundarhald á laugardögum og hvernig því er háttað.

Áætlað er “workshop” um sameiginleg málefni ýmissa starfandi grasrótarhópa. Til skoðunar er hvað eiga hóparnir sameiginlegt og hvað ekki. Slíkt “workshop” væri einn dagur t.d. á laugardegi. Skoða þarf dagssetningar, hvaða hópar hefðu áhuga og húsnæði sem hentaði fyrir slíkt.

Ásta Hafberg er í samvinnuhópi í velferðarráðuneytinu hvers markmið er að koma með nýjar lausnir í húsnæðismálum. Hún er að skoða málin út frá samvinnu og vistvænum lausnum. Rætt um ýmis form og hvar má nálgast slíkar upplýsingar.

Ásta Hafberg og Andrea Ólafs eru báðar með greinar í nýstofnuðu Kvennablaðinu.

Kristinn Már var í viðtali við Occupy hreyfinguna sem birtist á occupy.com.
Hann verður einnig með bókarkafla í bók um lýðræðistilraunir á Íslandi eftir hrun sem Jón Ólafsson ritstýrir.

Sólveig Alda og Björn Þorsteinsson voru með fyrirlestur um lýðræði í Hannesarholti 21. okt. s.l.