Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði

Stjórnarfundur 5. Mars 2014

IMG_1283

 

Mætt voru: Brynja, Þórey Mjallhvít, Sigurður, Guðmundur, Hulda, Júlíus og Hjalti Hrafn

Ritari: Hjalti Hrafn

 

Fundur settur kl 20:05

 

Farið var yfir starf málefnahópa. Eini hópurinn sem hittist í febrúar var hópur um skilyrðislausa grunnframfærslu. Hópurinn er með plön um að hittast aftur 12 mars (með fyrirvara um að viðgerðum sé lokið í Múltí Kúltí).

Guðmundur fór yfir stöðuna á baráttunni fyrir styttingu vinnutíma. Lítið hefur áunnist í þessum kjarasamningum.

Hulda ætlar að hafa samband við aðila í sjálfbærnihópnum og sjá hvernig staðan er í því starfi.

 

 

Brynja og Þórey kynntu hugmyndir sínar um Borgarbýli. Það var samhljómur hjá öllum fundarmönnum að hugmyndin samræmdist einstaklega vel hugsjónum Öldu um sjálfbært og lýðræðislegt samfélag. Samþykkt var að stofna málefnahóp til þess að útfæra lýðræðislega stjórn og lýðræðislegann rekstur á grendargróðurhúsum þar sem hver sem er getur tekið þátt.

 

Ræt var um ráðstefnurit vegna afmælis Harðar Bergmann. Enn vantar einhverjar greinar.

 

Sigurdur kynnti hugmynd sína um launastofu til þess að tryggja framfylgd kjarasamninga. Flestir voru sammála um að hlutlaus milliliður til þess að tryggja framfylgd samninga gæti haft ákveðna kosti. En einnig voru efasemdir um að þetta væri málefni sem hentaði Öldu. Ákveðið var að halda einn sér fund um málið (26. Mars) til þess að útfæra hugmyndina betur og bera hana svo undir næsta stjórnarfund.

 

Fundi var slitið kl 21:40