Í janúar 2019 var haldið málþing á vegum Öldu um skemmri vinnuviku, kosti hennar og fýsileika á Íslandi. Málþingið var haldið í ráðstefnumiðstöðinni Hörpu í Reykjavík, og var vel sótt af almenningi. Tilgangur málþingsins var að dýpka og efla umræðu um skemmri vinnuviku. Alda stóð að málþinginu og skipulagði það, og var málþingið styrkt af nokkrum stéttarfélögum og samböndum þeirra, en þau voru BSRB, ASÍ, Efling and BHM.

Frummælendur á málþinginu voru eftirfarandi:
• Aidan Harper, sérfræðingur hjá New Economics Foundation í Lundúnum, Bretlandi
• Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
• Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
• Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdatjóri Hugsmiðjunnar
• Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu

Í lok málþingsins var pallborð þar sem Sonja, Ragnar og Guðmundur tóku þátt, auk þingmannanna Halldóru Mogensen frá Pírötum og Ólafi Þór Gunnarssyni frá VG. Einnig var fulltrúi Eflingar, Viðar Þorsteinsson, þátttakandi í pallborðinu. Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur, stjórnaði málþinginu og umræðum í pallborðinu. Björn Þorsteinsson setti málþingið.

Alda hefur nú gefið út samantekt um málþingið, á ensku Markmið þessarar samantektar er að koma á framfæri upplýsingum inn í hinn enskumælandi heim um málþingið og þau tilraunaverkefni um skemmri vinnuviku sem hafa verið rekin á Íslandi. Á komandi mánuðum er markmiðið að gefa út ýtarlegri skýrslu um árangurinn af tilraunaverkefnum um skemmri vinnuviku á Íslandi.

Samantektin er aðgengileg hér.