Alda hefur hleypt af stokkunum verkefni sem nefnt er Fjárlosun. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvort lífeyrissjóðir, bankar og aðrar fjármálastofnanir fjárfesti í loftslagsbreytandi iðnaði. Þetta er gert í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna.

Þess vegna óskar Alda um þessar mundir eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Einnig er farið fram á upplýsingar um það hvort fjármálafyrirtækin eigi bundið fé í slíkum fyrirtækjum eða sjóðum.

Sjá meira á vef verkefnisins, fjarlosun.alda.is.