Fundur var settur klukkan 20:05 á kaffihúsinu Stofunni. Mætt voru Guðmundur D. Haraldsson (er ritaði fundargerð og stjórnaði fundi), Bára Jóhannesdóttir, Sævar Finnbogason, Júlíus Valdimarsson og Guðmundur Hörður Guðmundsson.
1. Samfélagsbankar
Í vinnslu á vegum Öldu er skýrsla um samfélagsbanka og hvað þarf að gera á Íslandi til að samfélagsbanki geti orðið til. Reiknað er með að skýrslunni verði skilað í júlí. Sótt verður um frekari styrki til að halda vinnunni áfram.
2. Ráðstefna um styttingu vinnuvikunnar í Brussel
Öldu hefur hlotnast styrkir til að hægt sé að halda ráðstefnu um styttingu vinnuvikunnar í Brussel, en ráðstefnan verður haldin á vegum The European Network for the Fair Sharing of Working Time. Forsaga málsins er sú að fulltrúi Öldu bauðst til þess, á fundi með evrópunetinu í nóvember sl., að sækja um styrk til að gera ráðstefnuna mögulega, sem og var gert. Styrkirnir eru nú í höfn og samþykkir fundurinn að koma þeim áleiðis til evrópunetsins. Reiknað er með að fulltrúi Öldu verði á ráðstefnunni.
3. Samstarfsverkefni um áhrif félagasamtaka
Öldu býðst að vera með í samstarfsverkefni um mannréttindi og hlutverk félagasamtaka. Er verkefnið á vegum samtaka í Póllandi. Alda myndi sjá um að láta vinna verkefnið og láta skrifa skýrslu um niðurstöðurnar. Ljóst verður í haust eða vetur hvort styrkur verði veittur til verkefnisins.
Fundurinn samþykkir að félagið verði þátttakandi í samstarfsverkefninu.
4. Borgaraþing um samfélagsbanka
Guðmundur Hörður stingur upp á að Alda minni stjórnmálaflokkana á mikilvægi þess að haldið verði borgaraþing um framtíð fjármálakerfisins og samfélagsbanka. Fundurinn samþykkir að þetta verði gert.
5. Fundir með nefndum Alþingis
Í maí sl.. var fulltrúi Öldu til svara á fundi hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um umsögn sem félagið veitti um frumvarp um ráðherraábyrgð (sjá hér: https://alda.is/2019/11/25/umsogn-oldu-um-frumvarp-um-radherraabyrgd/). Frumvarpið sjálft var reifað sem og umsögnin sem Alda sendi.
Fleira var ekki rætt. Fundi var slitið kl. 21:25.