Alda sendi í dag til Forsætisráðuneytisins umsögn um lagafrumvarp að breytingum að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mál nr. 124/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Félagið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið, leggur til fjölda breytinga, leggur til ýmiss konar viðbætur við stjórnarskrána og leggur áherslu á að stjórnarskrá landsins skuli unnin af almenningi í víðtæku ferli.
