Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræði, mánudaginn 19. október 2020 kl. 20:00. Fundurinn verður eingöngu á netinu, í gegnum fjarfundarbúnað, vegna faraldurs kórónuveiru sem nú er yfirstandandi.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning reikninga
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning kjörnefndar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál

Sérstök athygli er vakin á því að framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi 14. október 2020 með tölvupósti á netfangið aldademocracy@gmail.com. Nánari tilhögun á aðalfundi má finna í lögum félagsins.

***

Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Öldu:

  • Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki og lýðræðisfræðum
  • Kristján Gunnarsson, sameindalíffræðingur og tölvunarfræðingur
  • Guðmundur D. Haraldsson, MSc í Cognitive & Decision Sciences, BS í sálfræði
  • Bára Jóhannesdóttir, MA félagsfræði, BA nútímafræði
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og sagnfræðingur
  • Þorvarður B. Kjartansson, tölvunarfræðingur
  • Anna Margrét Pétursdóttir, BA í stjórnmálafræði, MSc nemi í Politics of Conflict, Rights and Justice við School of African and Oriental Studies, London.

***

Eftirfarandi tillaga að lagabreytingu hefur borist frá Guðmundi D. Haraldssyni, stjórnarmanni í Öldu:

Síðasta setning síðustu málsgreinar 5. gr. hljómi svo:

Framboð til stjórnar skulu berast stjórn félagsins a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund og kynnt á vefsvæði félagsins a.m.k. fjórum dögum fyrir aðalfund.

En þetta kemur í stað:

Framboð til stjórnar skulu berast stjórn félagsins a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund og kynnt á vefsvæði félagsins og með tölvupósti til félagsmanna a.m.k. fjórum dögum fyrir aðalfund.

Markmiðið er að færa lög félagsins í átt að því sem gengur og gerist meðal annarra félagasamtaka.

Með þessu yrði þó áfram boðað til aðalfundar eins og verið hefur, með tölvupósti til allra félagsmanna, en kveðið er á um það í 4. gr.

***

Upplýsingar um hvernig má tengjast fundinum:

  • Notast verður við Zoom
  • Tengjast má við fundinn með því að smella hér eftir að Zoom forritið hefur verið sett upp
  • Drög að skýrslu stjórnar má finna hér

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu.