Þann 12. febrúar síðastliðinn stóðu Alda, Varða ásamt ASÍ og BSRB fyrir sameiginlegum viðburði um samfélagsbanka. Upptöku af þessum viðburði má finna hér að neðan.
Á viðburðinum héldu tveir fyrirlesarar erindi:
- Lydia Prieg, aðalhagfræðingur bresku hugveitunnar New Economics Foundation, fjallaði um hlutverk samfélagsbanka og veitti greinargóða innsýn í starfsemi slíkra banka í öðrum löndum.
- Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og fulltrúi í fjármálaráði, fjallaði um samfélagsbanka í samhengi við íslenska bankakerfið.
Samfélagsbankar eru í stuttu máli bankar sem eru óhagnaðardrifnir og stefna að því að veita sem bestu þjónustuna fyrir sína viðskiptamenn (eða félagsmenn), en ekki að hámörkun hagnaðar, sem er það sem flestir bankar stefna að í okkar samfélagi. Samfélagsbankar er eitt þeirra mála sem Alda hefur beitt sér fyrir.