Stytting vinnuvikunnar er nú komin á dagskrá stéttarfélaga og annarra félagasamtaka um víða veröld og er nú mikið rædd í fjölmiðlum, í stjórnmálahreyfingum og hjá hugveitum um allan heim.

Stytting vinnuvikunnar er þó ekki aðeins mál sem varðar lífsgæði, jafnvægi vinnu og einkalífs, og að deila vinnunni á fleiri hendur, heldur einnig nokkuð sem varðar umhverfisvandann. Rannsóknir hafa sýnt að styttri vinnuvika getur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sé henni beitt rétt, en jafnframt að tengslin þarna á milli flókin séu flókin.

Á ráðstefnu sem var haldin í október 2020 á vegum evrópunets um styttingu vinnuvikunnar voru þessi mál rædd. Lögð var áhersla á að í styttri vinnuviku felast tækifæri til að draga úr loftslagsbreytingum. Á ráðstefnunni voru einnig rædd nýleg tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar, meðal annars á Íslandi. Þannig fjallaði ráðstefnan bæði um hvernig stytting vinnuvikunar getur hjálpað okkur við að vinna gegn loftslagsbreytingum og hvernig má innleiða styttri vinnuviku á vinnustöðum.

Ráðstefnan sameinaði fólk úr stéttarfélögum, hugveitum, stjórnmálahreyfingum og félagasamtökum. Kynnti fulltrúi Öldu nýleg tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi á ráðstefnunni.

Myndbönd frá ráðstefnunni má finna hér að neðan.

Kynning og nýlegar tilraunir með styttingu vinnuvikunnar

Hér fyrir neðan eru myndbönd sem greina frá tilraunaverkefnunum sjálfum og niðurstöðum þeirra.

Hlutverk styttri vinnuviku í óvaxtardrifnu hagkerfi

Stytting vinnuvikunnar og grænn samfélagssáttmáli

Stytting vinnuvikunnar í Frakklandi: Raunveruleikinn og goðsögnin


Stéttarfélög og sjálfstæð félagasamtök, loftslagsbreytingar og stytting vinnuvikunnar

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku – Sophie Jänicke, IG Metall, Þýskalandi

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku – Maxime Nys, CGSP ACOD, Belgíu

Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku – Gudmundur Haraldsson Alda, Íslandi

Alda tók þátt í að skipuleggja ráðstefnuna fyrir tilstilli styrkja frá Eflingu og VR, er félögunum þakkaður styrkurinn. Vefur um raðstefnuna er hýstur hjá European Trade Union Institute.