Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um Sjálfbærni og lýðræði, laugardaginn 16. október 2021 kl. 13:00 að Bolholti 6, Reykjavík. Fundurinn verður á 2. hæð, í húsnæði Múltíkúltí.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning reikninga
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning kjörnefndar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál

Sérstök athygli er vakin á því að framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi 11. október 2021 með tölvupósti á netfangið aldademocracy@gmail.com. Nánari tilhögun á aðalfundi má finna í lögum félagsins.

***

Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Öldu:

  • Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki og lýðræðisfræðum.
  • Kristján Gunnarsson, sameindalíffræðingur og tölvunarfræðingur.
  • Guðmundur D. Haraldsson, MSc í Cognitive & Decision Sciences, BS í sálfræði.
  • Þorvarður B. Kjartansson, tölvunarfræðingur.
  • Jón T. Unnarson Sveinsson, upplýsingafræðingur og í meistaranámi í Menningarstjórnun við Háskólann í Bifröst.

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu.