Boðað er til aðalfundar Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, þann 27. október 2025 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í KR húsinu, Frostaskjóli 2, Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Framlagning reikninga
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning kjörnefndar
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál

Stjórnin hvetur alla félaga til að mæta á fundinn og hvetur til framboða í stjórn. Framboð til stjórnar verða kynnt eftir nokkra daga.

Sérstök athygli er vakin á því að framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi 22. október 2025 með tölvupósti á netfangið alda@alda.is. Nánari tilhögun á aðalfundi má finna í lögum félagsins.

Stjórn Lýðræðisfélagsins Öldu.