Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð?

Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, skrifar: Undanfarna tvo áratugi hefur umræða um ójöfnuð farið stigvaxandi í hinum vestræna heimi. Áhyggjur fólks og stofnana af auknum ójöfnuði hafa aukist mjög meðfram stigvaxandi ójöfnuði. Í umræðunni er mikið fjallað um tölur og hlutföll yfir ójöfnuð, minna er þó talað um af hverju ójöfnuður er óæskilegur og…

Lesa meira

Yfirlýsing Öldu vegna stjórnarmyndunar

Reykjavík, 10. desember 2024 Alda hvetur alla stjórnmálaflokka til að huga sérstaklega að lýðræði, velferð, jöfnuði og bankakerfinu í stjórnarmyndunarviðræðum. Framþróun er mikilvæg í þessum málaflokkum til að styrkja samfélagið til framtíðar. Lýðræði Traust á stjórnmálaflokkum og stofnunum hins opinbera á Íslandi hefur dvínað verulega á nokkrum áratugum. Þá telja minna en 30% landsmanna samkvæmt…

Lesa meira

Jafnaðarsamfélagið: Aukin lífsgæði, jafnari tækifæri og meiri samheldni

Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu, skrifar: Íslenskt samfélag hefur lengi viljað jöfnuð meðal borgaranna – við höfum jafnvel stært okkur af jöfnuði og verið stolt af því að ójöfnuður hafi ekki aukist á meðan það hefur verið raunin annars staðar. Og um margt byggðum við upp samfélag jöfnuðar, þar sem munurinn á aðstæðum og…

Lesa meira

Umsögn Öldu um lagabreytingatillögu um erfðafjárskatt

Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Umsögnin er jákvæð í garð þrepaskiptingar, en bent er á að þrepin þurfi að vera fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Einnig er bent á að máli skiptir hvernig erfðafjárskatturinn er reiknaður. Umsögnina má finna hér og lagafrumvarpið hér.

Lesa meira

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Nú undanfarið hafa heyrst ítrekaðar áhyggjuraddir af stöðu íslenska hagkerfisins, en það er trúlega að dragast saman um þessar mundir — neyslan er farin að minnka, m.a. vegna þess að ferðamönnum sem koma til landsins er tekið að fækka.1 Um þessar mundir veikist einnig gjaldmiðill landsins, krónan,2 væntanlega vegna þess að ferðamönnunum hér fækkar og…

Lesa meira

Tíu ástæður til að láta ójöfnuð sig varða

New Economics Foundation í Bretlandi vinnur að ýmsum verkefnum til þess að auka sjálfbærni og bæta hagkerfið þannig að það skili betri félagslegum og umhverfislegum árangri – ekki aðeins efnahagslegum. Ójöfnuður skiptir nefnilega máli. Reglulega heyrum við stjórnmálamenn segja að það sé nauðsynlegt að draga úr fátækt eða tryggja félagslegan hreyfanleika en það er einmitt…

Lesa meira