New Economics Foundation í Bretlandi vinnur að ýmsum verkefnum til þess að auka sjálfbærni og bæta hagkerfið þannig að það skili betri félagslegum og umhverfislegum árangri – ekki aðeins efnahagslegum. Ójöfnuður skiptir nefnilega máli. Reglulega heyrum við stjórnmálamenn segja að það sé nauðsynlegt að draga úr fátækt eða tryggja félagslegan hreyfanleika en það er einmitt efnahagslegur ójöfnuður sem liggur að baki þessum vandamálum og ýmsu öðru einnig. Í nýlegri kynningu frá NEF eru tilteknar tíu ástæður fyrir því að láta efnahagslegan ójöfnuð sig varða.