Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna hefur boðað til opins fundar um lýðræði og bauð Öldu að halda framsögu og vera í pallborði. Fundurinn verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Alda mun kynna almenn markmið félagsins og sérstaklega nýlegar tillögur sínar um lýðræðislegan stjórnmálaflokk.

Gestir fundarins og framsögumenn:

  • Fulltrúar úr stjórn Öldu verða þau Hjalti Hrafn Hafþórsson (áður auglýst að Kristinn Már Ársælsson yrði en hann kemst ekki sökum veikinda) og Dóra Ísleifsdóttir
  • Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
  • Dr. Björn S. Stefánsson forstöðumaður Lýðræðisseturs Reykjavíkurakademíunnar

Fundarstjórn annast Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður Heimdallar.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.