Öldu hefur verið boðið að taka þátt í borgarafundi þar sem stjórnmálasamtökin Dögun boða til.
Fundurinn verður haldinn í Iðnó mánudaginn 11. febrúar kl. 20.00
Ásamt Öldu verða Hagsmunasamtök heimilina og Öryrkjabandalag Íslands með framsögu.
Tilgangur borgarafundanna er sá að talsmenn félagasamtaka leggi línurnar gagnvart stjórnmálunum með framsögum um áherslur þeirra og hvað betur mætti fara varðandi samvinnu við stjórnvöld.
Dögun telur að stjórnmálaöfl eigi að nýta krafta og hugmyndir fólksins í landinu til að hjálpa til við stefnumótun og ákvarðanatöku.
Dögun býður almennum borgurum á fundinn ásamt fulltrúum allra stjórnmálaafla.
Framsögur fundarins eru:
Hagsmunasamtök heimilanna
Stríðið gegn heimilunum: Ólafur Garðarsson, formaður HH
Lýðræðisfélagið Alda
Sjálfbærni og lýðræði: Kristinn Már Ársælsson, liðsmaður Öldu
Öryrkjabandalag Íslands
Áherslur Öryrkjabandalagsins: Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ