Fundur um þjóðfund haldinn þann 5.2.13. í Grasrótarmiðstöðinni
Hugmyndir voru ræddar um að halda nýjan þjóðfund, tilgang slíks fundar og markmið.
Þjóðfundarformið opnar leið til að efla beint lýðræði m.a. með því að samborgarar hittast á jafningjagrundvelli til þess að ræða hugmyndir um hvernig megi skapa betra samfélag. Þjóðfundaformið krefst samvinnu og djúprar hlustunar af þátttakendum sem er mikilvægt ef lýðræðisfyrirkomulagið á að bera árangur.
Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að borgarar allra landa læri að lifa saman og vinna á lýðræðislegum grunni. Enda eru háværar raddir víða um heim einmitt núna þar sem almenningur gerir kröfur um að fá beinni áhrif á ákvarðanatökur sem varða almannaheill.
Ýmsar hugmyndir komu fram um þjóðfundarformið.
Slembival þátttakenda þótti tryggja áfram hlutleysi og trúverðugleika. Hugmyndir komu upp með að nýta beinar sjónvarpsútsendingar frá þjóðfundi svo að fleiri gætu fylgst með. Fleiri hliðar tækninnar gætu líka leikið lykilhlutverk á næsta þjóðfundi, td. Skype, app o.fl.
Til undirbúnings fyrir þjóðfundinn gæti Alda boðið upp á netnámskeið (eða annars konar) um lýðræðishugtakið.
Út úr þjóðfundi 2009 komu margar hugmyndir. Þær hugmyndir voru síaðar í stök orð sem áttu að lýsa þeim gildum sem þjóðfundur vildi efla í samfélaginu. Þegar kafað er dýpra í gögnin frá þjóðfundi koma fram ítarlegar upplýsingar um umræður á fundinum og nokkur dýpt á málefnin.
Á næsta þjóðfundi væri ráð að taka gögnin/hugmyndirnar og vinna áfram með þau, útfæra og þróa áfram. Þannig væri hægt að taka fyrir helstu gildin og vinna með þau áfram á hverju sviði/geira samfélagsins. Ræða t.d. hvernig við getum tryggt hreinskilni, jöfnuð, virðingu osfrv. á
menntasviðinu/heilbrigðissviði/stjórnmálasviði osfrv.
Umræður um hvar, hvernig og hvenær eru enn á hugmyndastigi en öll umgjörð verður að vera vönduð, hlutlaus og fagleg.
Stefnt er á fund eftir uþb þrjár vikur. Auglýstur síðar.