Að gefnu tilefni vill Alda koma því á framfæri að mannréttindi eru grunnforsenda lýðræðis og enginn minnihlutahópur á að þurfa að búa við ofríki meirihlutans. Þar á meðal er trúfrelsi. Því kemur ekki til greina að haldin sé kosning eða höfð afskipti af því hvort reist sé tiltekið bænahús eða ekki. Almenn lög og reglur skuli gilda um skipulag sem gangi jafnt yfir alla.
Samþykkt á stjórnarfundi 4. júní 2014.