Fundur í málefnahópi um sjálfbært hagkerfi verður í kvöld, fimmtudaginn 9. desember, kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu (Grandagarði 2). Allir velkomnir.

Nánar um hópinn:

Sjálfbært hagkerfi. Hópurinn fjallar um sjálfbærnihugtakið og hvernig megi breyta hagkerfinu. Skoðaðar verði hugmyndir um nýja hagfræði (New Economics) og umhverfishagfræði. Á undanförnum áratugum hefur komið fram margvísleg gagnrýni á hagkerfi og hagfræði, þ.á.m. að drifkraftar hagkerfisins (hagvöxtur, gjaldeyrismál, opinber stefnumótun) leiði til ósjálfbærni og minnkandi velmegunar fyrir stóran hluta almennings. Hópurinn mun fara yfir þá gagnrýni og vinna tillögur að umbótum á hagkerfinu sem miðar að því að það grundvallist á sjálfbærni og velmegun fyrir alla.

Tillögur að efni: Prosperity Without Growth (Tim Jackson), The New Economics – A Bigger Picture (David Boyle og Andrew Simms), After Capitalism (David Schweickart).

Hópstjórar: Halldóra Ísleifsdóttir, Sigríður Guðmarsdóttir, Sigurður Eyberg Jóhannsson og Snorri Stefánsson.