Fundargerð frá fundi málefnahóps um lýðræðislegt hagkerfi sem haldinn var 6. desember síðastliðinn. 

Fundur í málefnahópum: Lýðræðislegt hagkerfi – 6.desember 2010.

Fundarstjóri var Helga Kjartansdóttir og Sólveig Alda Halldórsdóttir ritaði fundargerð.

Mættir:
Guðmundur Ásgeirsson, Jörmundur Ingi Hansen, Björn Brynjar Jónsson, Helga Kjartansdóttir, Björn Þorsteinsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Guðmundur Ágúst Sæmundsson, Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Sveinn Máni Jóhannesson, Morten Lange, Þorvaldur Þorvaldsson og Þórarinn Einarsson.

Rætt um fundarsköp. Helga mun senda upplýsingar (consensus og táknhreyfingar) á fundarmenn.
Rætt um markmið þessa fundar og hópsins í heild.
Fundarmenn samþykktu að fundargerðir verði opnar og öllum aðgengilegar á heimasíðu félagsins.
Einnig var samþykkt að starf fundarritara og fundarstjóra rúlli milli fundarmanna.

Björn fór lauslega yfir hugmyndir David Schweickart um lýðræðislegt hagkerfi.

Fundarmenn ræddu um mismunandi samvinnufyrirtæki og/eða félög sem þeir þekkja til. Hingað til hafa tvær aðaltegundir verið til í samvinnurekstri: framleiðslusamvinnufélog og verslunarsamvinnufélög. Einskonar samvinnurekstur þekkist víða, þar sem skrefið hefur ekki verið tekið til fulls en er þó í áttina. Sumstaðar er sá háttur hafður á að fyrirtæki sem er í dreifðri eignaraðild setur hámark á eignarhluta hvers starfsmanns og þegar starfsmenn fara á eftirlaun selja þeir hlutaféð aftur til fyrirtækisins.

Töluðum um International Co-Operative Alliance, ICA, sem eru regnhlífarsamtök og tengja saman um 250 samvinnufélög um allan heim.
Rætt um skilgreiningu á lýðræðislegu hagkerfi og skilgreiningu á samvinnurekstri. Guðmundur Ágúst benti á skilgreiningu ICA á samvinnufélögum. Hann kom einnig með ljósrit af leiðbeiningum um lög um samvinnufyriræki sem Alþjóða Vinnumálastofnunin gefur út, ILO.

Rætt um fyrirtækið Mondragón á Spáni og þátt þess í að sýna fram á hagkvæmni stórra samvinnufyrirtækja því oft eru þau rök notuð að samvinnufyrirtæki geti einungis gengið upp ef þau fara ekki upp fyrir ákveðna stærð.

Lagaramminn er óhagstæður samvinnufyrirækjum hérlendis. Sólveig lagði til að þessi hópur myndi skoða lagarammann um fyrirtæki og samvinnurekstur. Og endurskoða lögin með það að markmiði að leggja fram lagabreytingartillögu.

Tillögur að verkefnum hópsins:

1. Safna upplýsingum um samvinnurekstur erlendis og hérlendis.
– Guðmundur Ágúst Sæmundsson mun koma að því.
– Stefnt að samskiptum við hreyfingar í öðrum löndum.
– fá þá sem þekkja til af samvinnureksti hér heima til að segja frá eigin reynslu. (Sólveig setur sig í samband við fólk).
– Skoða hvernig samvinnufélög virka á markaði.
– Hvað er verið að gera erlendis (t.d. Bretlandi)

2. Kynna sér sögu samvinnuhreyfingar á Íslandi.
– Helga kom með bókina Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands. (Skoða þarf hver hugsjónin var upphaflega, hvað virkaði og hvað fór úrskeiðis.)

3. Frumvarp til laga.
– Danir og norðmenn vinna í samvinnufélögum þar sem unnið er samkvæmt almennum lögum.
– Flatur strúktúr í lögum í Bretlandi. (SÍS hafði ekki flatan strúktúr)
– skoða lagarammann annars staðar. (ICA)
– Hafa samband við þá sem þekkja ti hér heima og/eða hafa skoðað lagarammann.

4. Árið 2012 hefur verið útnefnt sem ár samvinnufyrirækja af Sameinuðu Þjóðunum. Skoða þarf möguleika félagsins á þessum grundvelli. Guðmundur Ágúst tók að sér að kynna sér það.

5. Lesefni fyrir næsta fund er 7. kafli í Envisioning Real Utopias eftir Erik Olin Wright. Bókin er einnig fáanleg á Borgarbókasafni.

Fundarmenn hvattir til að senda tillögur að frekara lesefni á hópinn ef einhver lumar á slíku.

Næsti fundur er áætlaður um miðjan janúar en verður auglýstur síðar.

Helga sleit fundi um 22.30.

Næsti fundur áætlaður í janúar.

One Thought to “Fundargerð: Lýðræðislegt hagkerfi”

Comments are closed.