Fundargerð frá fundi málefnahóps um lýðræði á sviði hins opinbera sem haldinn var 8. desember síðastliðinn. 

Fundur í málefnahópi: Lýðræði á sviði stjórnmálanna

Fundarstjóri: Kristinn Már Ársælsson og Kolbeinn Stefánsson ritaði fundargerð

Mættir: Ármann Gunnarsson, Harpa Stefánsdóttir, Kristinn Már Ársælsson, Kolbeinn Stefánsson, Hulda Björk Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst og Magnús Jensson.

Kristinn Már kynnir kenningar Erik Olin Wright um lýðræði, með sérstakri áherslu á muninn á milli beinnar þátttöku og fulltrúalýðræði og muninn á milli sterkra og veikra útfærslna á beinu lýðræði.

Rætt um mikilvægi upplýsingaskyldu stjórnvalda í tengslum við lýðræðið.

Harpa opnar umræðuna um þátttökulýðræði með því að vísa í Porto Alegre. Magnús vekur máls á skipulagsmálum til að skapa samfélagskennd. Fundurinn ræðir Associational democracy og hversu framarlega það eigi að vera á forgangslista félagsins. Kristinn Már bendir á að fyrst þurfi að skapa farveginn og reynsla Porto Alegre bendi til þess að beint lýðræði leiði að til sjálfssprottins AD.Rætt um áhugaleysi sem lýðræðisvandamál. Það er bent á mikilvægi þess að þátttöku fylgi vald. Einnig rætt að hlutir sem snerta hversdagslegt líf fólks kunni að vekja meiri áhuga. Magnús færir rök fyrir því að hægt sé að breyta með fordæmi, að sýna fram á að nýjar leiðir virki. Kristinn efast þar sem mælikvarðarnir á hvað sé betra séu skekktir innan núverandi samfélagsgerðar. Kolbeinn tekur undir og bendir á þá hagsmuni sem búa að baki núverandi kerfi. Góðar umræður um undirstöður lýðræðisins, þar á meðal um stjórnlagaþingið og Wikileaks.

Rædd var forgangsröðun og lesefni. Sjötti kafli úr Envisioning Real Utopias gerður aðgengilegur á vef félagsins. Fyrir næsta fund var ákveðið að skoða nánar:

– Fjármögnun stjórnmálastarfs (Kolbeinn undirbýr)
– forsendur vitundarvakningar (Guðmundur)
– val á fulltrúum (Kristinn)
– bein þátttaka (Harpa).

Kristinn Már sleit fundi kl 22.00.

Næsti fundur áætlaður í janúar.