Fundargerð frá fundi málefnahóps um stjórnlagaþingið sem haldinn var 7. desember síðastliðinn. 

Stjórnlagaþingshópur – fundargerð 7. desember 2010.

Íris Ellenberger stýrði fundi og Kristinn Már ritaði fundargerð.

Mættir: Kristinn Már, Björn Brynjar, Hjörtur Hjartarson, Íris Ellenberger og Gunnar Grímsson.

1. Kynning á hópnum og verkefnum hans. Tvennt sem hópurinn þarf að skoða, Starfsreglur þingsins og svo tillögur um stjórnarskrárákvæði.

2. Umræður um starfsreglurnar. Umræða um stýringu í ákveðna málefnaflokka. Stuttur vinnutími þingsins kemur í veg fyrir róttækar breytingar. Fólk þarf tíma til að skoða ítarlega róttækar breytingar. Rætt um skilning hjá þingmönnum fyrir því að færa sig frá átakastjórnmálum og koma á betri umræðuvettvangi. Umræða um að bakka upp stjórnlagaþingmennina ef þeir leggja af stað með að reyna að breyta reglunum. Ákveðið að láta það ógert hjá Öldunni að gera athugasemdir að svo stöddu við starfsreglur stjórnlagaþingsins.

3. Tillögur um stjórnarskrárákvæði. Viljum við leggja fram einn stóran pakka eða einbeita okkur að tilteknum málum. Stuttur tími til stefnu. Forgangsröðun. Forveri stjórnarskrárfélagsins hélt fund í Kennó síðastliðið vor – einn kafli þar sem var formið, eins og röðun efnisatriðum stjórnarskrárinnar. Skipti máli hvernig röðun stjórnarskrárinnar. Skiptir máli að festa niður skýrt ákvæði og skilgreiningar. Rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur og tillögurétt borgara á þingfrumvörpum. Persónukjör, færa prófkjör inn í kjörklefana, samstaða um það sé lítið skref. Fjármögnun stjórmálaflokka. Samstaða var í hópnum um að leggja áherslu á ákvæði sem minni líkur eru á að komi frá öðrum og varði lýðræði og sjálfbærni.

a. Tillögur að ákvæðum og undirbúningsaðilar fyrir næsta fund
i. Fjármögnun flokka/frambjóðenda/kosningabarátta – Hjörtur
ii. Kjör til Alþingis – Íris Ellenberger
iii. Formið – Gunnar
iv. Þjóðaratkvæðagreiðslur – Hjörtur
v. Lýðræðisleg fyrirtæki – Kristinn Már
vi. Borgaraþing – lýðræðislegt ferli – KMÁ og Björn
vii. Auðlindaákvæði – samstarf við FUMÍ
viii. Framkvæmdarvaldið skilið frá Alþingi – Ef fleiri áhugasamir bætast í hópinn.
ix. 60/40 regla – Vísað í greinina hjá Írisi.

5.Senda póst á alla frambjóðendur til stjórnlagaþings um vinnuna í hópnum.

6.Rætt um mikilvægi þess að fá að kjósa í þjóðaratkvæði um einstaka kafla. Ágalli að kosið sé um margar merkar breytingar í einum pakka, þar sem einstaka breytingar hafa áhrif til þess að fella aðrar.

Íris Ellenberger sleit fundi kl. 22:01.

Næsti fundur verður haldinn í janúar.