Lýðræðisfélagið Alda óskar öllum gleðilegs nýs árs. Félagið tekur til óspilltra málanna strax á þriðjudaginn þegar fyrsti stjórnarfundur ársins verður haldinn. Strax í næstu viku hefjast svo störf málefnahópanna á ný. 

Dagskrá stjórnarfundarins

1. Starf félagsins á árinu 2011
2. Málefnahópar
3. Vefsvæði félagsins
4. Fundur um Wikileaks
5. Önnur mál

Fundir málefnahópa verða auglýstir á næstunni.