Á sunnudaginn næsta, 6. febrúar, stendur málefnahópur um Lýðræðislegt hagkerfi fyrir fundi sem fjallar um samvinnurekstur, sögu hans hér á landi og lagaumhverfið, reynslu þeirra sem hafa reynt við co-op á undanförnum árum og hvaða breytingar væru æskilegar.
Fundurinn hefst klukkan 16.00 og er í hugmyndahúsi háskólanna að Grandagarði 2. Allir velkomnir!