Fundur hóps um lýðræðislegt hagkerfi fór fram í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2, kl. 20:00 – 21:30 þann 8. mars 2011.
Fundarseta: Björn Þorsteinsson, Gústav A. B. Sigurbjörnsson, Hjalti Hrafn og Helga Kjartansdóttir.

Dagskrá:

1. Umræður um stefnu félagsins hvað varðar lýðræðislegt hagkerfi.

2. Áframhaldandi vinna við ný lög um samvinnufélög.

3. Erindi frá Krítík helgarblaði.

4. Önnur mál.

1. Fundur hófst á umræðu um stefnu hópsins fyrir félagið og voru fundargestir sammála um þörf fyrir að vinna fullmótaða stefnu sem kynna má útávið.

Hjalti lagði til að stefnan skyldi vera í fjórum liðum þessi:
Alda einsetur sér að
1. Móta og kynna hugmyndir um lýðræðislega stjórnun fyrirtækja
2. Vinna að þróun lýðræðislegra fyrirtækja
3. Vinna að því að fyrirtæki verði undir lýðræðislegri stjórn
4. Vinna að því að fyrirtæki verði í lýðræðislegu eignarhaldi.

Umræðan um stefnu félagsins vakti upp spurningar sem mikilvægt er fyrir hópinn að svara, s.s. hvort eðlismunur sé á samvinnufyrirtækjum og lýðræðislegum fyrirtækjum að hætti Schweickart?

Jafnframt var rætt um tengsl samvinnufyrirtækja við Ríkið, stéttarfélög, frumkvöðlastarf ofl. Í sambandi við lagaumgjörð samvinnufyrirtækja og í sambandi við það hvernig best er að bera sig að við að stofna stofnfjársjóð fyrir samvinnufyrirtæki. Björn lagði til að möguleikinn um að hafa samband við stéttarfélögin hvað varðar fjármögnun yrði skoðaður.

Að lokum var ákveðið að Björn skyldi setja saman punkta um stefnu hópsins fyrir næsta fund og setja á netið svo aðrir í hópnum gætu bætt við þá og breytt.

2. Næsta mál á dagskrá var umræða um lagabreytingar á samvinnufélagslögunum. Gústaf lagði til að farið yrði með hægð í allar breytingar á gömlu lögunum. Mikilvægara væri að stofna samvinnufélög og nota þá uppsöfnuðu reynslu til lagabreytinga seinna meir. Björn lagði þá til að sérstök klausa um að lögin verði gerð skýr og að sannkölluð samvinnufélög verði þannig endurheimt. Gústaf lagði enn og aftur áherslu á, að í stað boða og banna í lögum sé betra að hvetja til æskilegrar hegðunar td. að hvatt sé til að lýðræðisleg fyrirtæki eins og samvinnufyrirtæki loki í stað þess að þeim sé breytt í einkafyrirtæki þegar illa gangi fjárhagslega. Ákveðið var að lesa samvinnulögin aftur yfir.

Í framhaldinu var rætt um þörfina fyrir að læra af þeirri reynslu af samvinnurekstri sem þegar er til staðar á landinu. Ákveðið var að rýna aðeins í Íslandssöguna með því að hafa samband við sagnfræðingana Ívar Jónsson og Svein Mána og fá þá til að halda fyrirlestur um sögu samvinnufélaga. Sunnudagsfyrirlestur um sögu samvinnufélaga kom í hlut Helgu að skipuleggja.

3. Næsta mál á dagskrá var bréf frá fréttablaðinu Krítík sem barst lýðræðisfélaginu Öldu og kom í hlut hópsins að svara. Hópurinn tók vel í efni bréfsins og ákvað að jákvætt væri að miðla af okkar eigin reynslu og um leið fá innsýn í reynslu Krítikliða. Björn ætlar að svara bréfinu og bjóða höfundi á fund.

4. Engin önnur mál voru á dagskrá.

Fundi slitið.