Fundur í málefnahópi er fjallar um lýðræði á sviði stjórnmálanna verður þriðjudaginn 15. mars kl. 20:30 í Hugmyndahúsinu. Allir velkomnir. 

Hópurinn hefur ekki fundað nýlega vegna vinnu sem fór fram í hópi um tillögur til stjórnlagaþingsins en nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Lesa má fundargerð frá síðasta fundi hér á vefnum.

Áfram verður rætt um hvernig megi auka lýðræði á sviði stjórnmálanna og til grundvallar má benda á Envisioning Real Utopias eftir Erik Olin Wright sem fæst á Borgarbókasafni.