Hústaka í Hugmyndahúsinu 22. mars 2011
Mætt Íris, Kristinn Már, Hjalti og Júlíus
Júlíus kynnti Húmanistaflokkinn og bauð fundargestum á fund hjá flokknum þriðjudaginn 29. mars kl 20.
Umræður um athugasemdir Kolbeins Stefánssonar við stjórnlagaþingstillögur Öldu sem mynda grunninn að marstillögum stjórnlagasviðshóps. Umræður vítt og breitt um hvernig skuli útfæra stjórnlagaþingstillögurnar sem almennar tillögur.
Miklar umræður um hvort þegnskylda eigi að ríkja varðandi slembivalsfulltrúa
Júlíus benti á að kosningakerfi Öldu gerir litlum flokkum erfiðara að komast að og fækkar flokkum. Þarf að skoða hvort hægt sé að lækka lágmark fyrir flokka að ná inn niður í 2% með svona fáa fulltrúa.
Rætt hvort ætti að setja inn ákvæði um að segja megi þingmönnum upp eða setja þá af ef þeir svíkja loforð sín o.fl. Hvernig ætti að ákveða það? Gerðadómur? Ákveðið að sofa á því.
Ákveðið að Íris og Kristinn hittist og móti tillögur fyrir næsta fund stjórnmálasviðshópsins 31. mars.
Fundi slitið kl. 21:40