Viðstödd: Íris Ellenberger, Kristinn Már, Hjalti Hrafn og Margrét Pétursdóttir.

Margrét kynnti sig.

Umræða um íbúakosninguna í Hafnarfirði sem Margrét kom að. Fundarmenn voru sammála um að hún hafi ekki verið nein lýðræðisbylting.

Umræða um tillögur stjórnmálasviðshóps
Rætt um mikilvægi þess að hafa klausur stuttar í plagginu en skrá þó frekari rökstuðning ef nauðsyn krefur sem grípa má til þegar farið er að koma tillögunum á framfæri.

Opið lýðræði
Rætt um vonbrigðin með viðbrögð allsherjarnefndar við tillögu Öldu um að nota slembival við val á stjórnlagaþingsfulltrúum. Viðbrögðin voru engin og ekki vitað hvort fjallað var um erindið. Fundarmenn töldu óeðlilegt að engin svör hafi borist og því sé ekkert vitað um hvort tillögurnar hafi verið teknar til athugunar eða þeim stungið undir stól. Þá var rætt um mikilvægi þess að bæta við í tillögur Öldu um að fjallað skuli um tillögur sem berast opinberum stofnunum.

Þá urðu fundarmenn sammála um að ekki sé réttlætanlegt að ríkið beri fyrir sig „öryggi ríkisins“ til að leyna upplýsingum.

Umræður um nýtt frumvarp Ögmundar Jónassonar um hleranir o.fl. Þótti fundarmönnum þarft að fylgjast með því að forvirkum heimildum verði ekki beitt.

Fyrirtæki
Samþykkt að fyrirtækjahluta tillagnanna verði vísað til viðeigandi hóps um lýðræði á sviði fyritækja. Samþykkt að athuga hvort Tinna Ottesen hafi stofnað innkaupafélagið sem hún stefndi að á fundi í Öldu um daginn.

Borgaraþing
Þarf að snurfusa tillögu aðeins og breyta þannig að eimi minna eftir af stjórnlagaþingstillögum, t.d. að einskað þau séu ekki einskorðuð við stórar ákvarðanir.

Írisi falið að setja inn eina eða tvær setningar um mikilvægi þess að félagasamtök jaðarhóp sérstaklega komi að ákvarðanatökuferlinu á einhvern hátt.

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Ákveðið að stytta skuli textann og taka endurtekningar út

Fjármál stjórnmálaflokka

Ákveðið að samræma þurfi setningar, að bara sé leyft að taka við fjármagni fá einstaklingum. Hnýta klausu um auglýsingar aftan við fjármálin.

Rætt um stjórnlagaþingstillögur.

Hressum og skemmtilegum fundi slitið kl. 21:35.