Fullt af skemmtilegum fundum á næstunni:

11. apríl kl. 20.30 – Lýðræðislegt hagkerfi
13. apríl kl. 20.30 – Sjálfbært hagkerfi
14. apríl kl. 20.30 – Lýðræði á sviði stjórnmála
19. apríl kl. 20.30 – Stjórnarfundur

Fundur verður í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi til þess að ræða og ákveða tillögu að stefnu hópsins þann 11. apríl næstkomandi kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í Hugmyndahúsinu og eru allir velkomnir. Drög að stefnu hópsins til umræðu á fundinum verða birt á vefsvæði félagsins á næstu dögum.

Hópur um sjálfbært hagkerfi mun hittast þann 13. apríl kl. 20.30 í Hugmyndahúsinu til að ræða stefnu hópsins en skjal með punktum um þá stefnu er opið öllum fyrir fundinn á Goggle docs: https://docs.google.com/document/d/152n6evoYj2mZv7GKIg43ZJWwn92MQmW6T1xQwov8lfA/edit?hl=en_GB&authkey=CKv558sI

Stjórnmálahópurinn hefur þegar lokið við tillögur að stefnu og heldur fund þann 14. apríl kl. 20.30 í Hugmyndahúsinu til þess að ræða hvernig megi koma stefnunni á framfæri, s.s. með málþingum og aðgerðum.

Loks verður stjórnarfundur til þess að ræða stefnutillögur hópanna þann 19. apríl kl. 20.30 í Hugmyndahúsinu og er fundurinn opinn eins og allir aðrir fundir félagsins.