Fundur var haldinn í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi í kvöld þar sem rætt var um drög að stefnu.
Mætt voru Helga Kjartansdóttir, Sigfús Guðfinnsson og Björn Þorsteinsson sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins voru almennar umræður um drög að stefnu Öldu á sviði lýðræðislegs hagkerfis. Gerðar voru fáeinar tillögur að breytingum á orðalagi. Rætt um starfsmannasamvinnufélög, félagsleg grunnlaun og fleiri atriði með tilliti til þess hvort ástæða væri að geta þeirra sérstaklega í stefnuplagginu.
Sigfús vakti athygli fundarmanna á stofnun samfélagsbanka á laugardaginn kemur.
Samþykkt að Helga fari í gegnum fundargerðir málefnahópsins í leit að atriðum sem mætti koma inn í stefnupunktana. Punktarnir verða svo lagðir fyrir stjórnarfund í næstu viku.
Fundi slitið kl. 21:15.