Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnu um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum. Ráðstefnan er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 14. sept. n.k.

Ráðstefnan samanstendur af fyrirlestrum fyrri hluta dags og af umræðum seinni hluta dags. Íris Ellenberger, stjórnarmaður í Öldu, flytur erindi um beint lýðræði fyrir hönd Lýðræðisfélagsins. Við hvetjum alla félagsmenn og áhugamenn um aukið lýðræði að mæta, vera með og taka þátt í umræðum.

Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda póst á netfangið: karitas.bergsdottir@irr.is eigi síðar en 12. september.

Nefnd innanríkisráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins annast undirbúning ráðstefnunnar sem ætluð er sveitarstjórnarfólki og áhugafólki um aukið lýðræði. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Táknmálstúlkun og túlkun erlendra fyrirlesara. Bein útsending á netinu.

Með ráðstefnunni vill innanríkisráðuneytið hvetja til aukinnar umræðu um hvernig efla má lýðræði í íslenskri stjórnsýslu og fjalla um hvort og hvernig koma megi á beinu lýðræði með aukinni og reglulegri þátttöku íbúa í ákvörðunum ríkis og sveitarfélaga.

Klukkan 10.15 til 11.10:
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og ráðstefnustjóri: Ráðstefna og dagskrá kynnt
Jón Gnarr borgarstjóri: Ávarp
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands: Ávarp
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra: Valdið til fólksins

Klukkan 11.10 til 12.20:
Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra: Þorpin í borginni – þróun íbúalýðræðis og nærþjónustu í Reykjavík
Andreas Konstantinides, formaður hverfisráðsins í Rosengard í Malmö: Dreifstýring í Malmö, reynsla af starfi hverfisráðs Rosengård

Klukkan 12.20 til 12.50: Matarhlé

Klukkan 12.50 til 14.15:
Íris Ellenberger, stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu Öldunni: Beint lýðræði á sveitarstjórnarstigi
Bruno Kaufmann, formaður samtakanna Initiative and Referendum Institute Europe: Beint fulltrúalýðræði og aukið mikilvægi þess í Sviss

Sýning opnuð: Nútímalegt beint lýðræði í Sviss og á Íslandi – Sýning um þróun og fyrirkomulag beins lýðræðis og aukna þátttöku íbúa beggja landa.

Klukkan 14.15 til 16.15:
Umræðuhópar starfa: Umræðustjórar Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, og
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturgarðs

Klukkan 16.15 til 17.00:
Niðurstöður og samantekt
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ: Samantekt
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra: Lokaorð