Fundargerð stjórnarfundar 6.9.2011.

Mættir voru: Sólveig Alda er stýrði fundi, Halldóra Ísleifsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Davíð Kristinsson, Björn Þorsteinsson, Guðmundur D. Haraldsson, Júlíus Valdimarsson og Kristinn Már er ritaði fundargerð.

1. Húsnæðismál. Dóra segir frá. Staðan er sú að það er húsnæði í
Brautarholti 4a. Hugmyndin er að grasrótarhópar leigi húsnæðið saman. Húsnæðið er 200 fm á neðri hæð. Einnig möguleiki á efri hæð upp á 80 fm. Gerðar voru tímabundnar samþykktir fyrir félagsskap leigutaka. Samskot verður fyrir Ölduna. Sólveig græjar reikning á morgun. Stofnfundur verður 8. september. Getum átt mann í stjórn þar. Þurfum ekki að eiga mann í stjórn til þess að vera með. Strax verður boðað til aðalfundar og settar reglur. Óákveðið hvernig á að reikna inn framlög sem ekki eru í beinum peningum. Pælingin er að taka þetta á leigu í þrjá mánuði út á good-will. Það verða ekki ragnarrök ef verður greiðslufall á þriggja mánaða tímabili. Hreyfingin, frjálslyndi flokkurinn og Bót eiga einhverja peninga sem leggja til í þetta. Fjórtán einstaklingar sem leggja til minni pening. Við gætum lofað smá pening mánaðarlega í leigu og/eða vinnu. Hagsmunasamtök heimilanna hugsanlega með líka. Samþykki fyrir því að vera með. Næstu fundir félagsins verða þá haldnir í Brautarholti. Húsnæðið vantar dót, stóla, skjávarpa og svo framvegis. Stefnt að því að stjórnin tryggi ákveðna upphæð og svo óskað eftir frjálsum framlögum frá félagsmönnum.

2. Ráðstefna um lýðræði 14. september. Þorleifur Gunnlaugsson sem heldur utan um ráðstefnuna óskaði eftir fyrirlesara frá Öldunni og verður Íris Ellenberger fyrir félagið með erindi á ráðstefnunni. Einnig hafði Þorleifur samband með það að fá einhvern frá Porto Alegre og útvegaði félagið lista yfir fyrirlesara. Rætt var um lýðræði á sveitastjórnarstiginu og tillögur Öldunnar í þeim efnum. Þar á meðal í tengslum við framkomna tillögu að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem eru ákvæði um borgarfundi og íbúakosningar sem því miður eiga einungis að vera ráðgefandi.

3. Innanríkisráðherra óskaði eftir því að fá að hitta stjórn Öldunnar og verður fundur með honum miðvikudaginn 7. september til þess að ræða lýðræðismál.

4. Fundur með Hreyfingunni næstkomandi mánudag. Óskað eftir fulltrúa frá Öldunni til að vera með erindi og sitja í pallborði og mun Kristinn Már mæta fyrir hönd Öldunnar.

5. Boða þarf fund í stjórnmálahópnum sem fyrst til þess að vinna að málþingi um lýðræði 14. september og halda fund um tillögur Stjórnlagaráðs. Kristinn Már mun sjá um það. Boða þarf fundi í öðrum hópum einnig. Málefnahópar stefni að fundum upp úr miðjum mánuði. Húsnæði skipti sköpum í því.

6. Ákveðið var að aðalfundur félagsins verði haldinn 15. október næstkomandi. Kristinn, Sólveig og Dóra sjá um skipulag aðalfundar.

7. Dóra skrifar pistil um hvað það þýðir að taka þátt í starfinu.

8. Vefsíða. Dóra greindi frá stöðu mála. Forritari er kominn meðallt efni og er að ljúka við verkefni en mun svo fara í málið. Lokiðverður við síðuna á næstu dögum. Ritnefnd mun þá taka til starfa affullum krafti. Mikilvægt að hafa meira af efni á ensku. Senda efni áDóru sem við eigum. Hjalti getur tekið að sér að þýða, t.d. eins og lýðræðislegt hagkerfi.

9. Björn og Íris fóru í viðtal hjá spænskum heimildargerðarmönnum. Kristinn Már fór í viðtal hjá portúgölskum heimildargerðarmanni. Augljóst að mikil eftirspurn er eftir hugmyndum á borð við þær sem Alda hefur unnið. Mikill áhugi á því hvaða breytingar eru að verða á Íslandi. Mikilvægt fyrir Ölduna að geta komið sínum hugmyndum á framfæri við hreyfingar erlendis sem eru – líkt og Alda í byrjun – að leita að nothæfum hugmyndum.

10. Rætt var um ályktun sem fjallar um hljóðritanir ríkisstjórnar og var samþykkt af fundarmönnum.

11. Rætt um ályktun er fjallar um tillögur stjórnlagaráðs og var samþykkt af fundarmönnum.

12. Stytting vinnutíma. Guðmundur D. Haraldsson vakti máls á því. Hefur áhuga á því að gera eitthvað í því. Vantar liðsstyrk. Skrifaði greinar í Fréttablaðið. Er með lengri grein til birtingar í tímariti fyrir almenning. Langar að taka þessa grein og virkja verkalýðsfélögin í þessari baráttu. Hugmynd um að taka þetta fyrir í hópnum um lýðræðisvæðingu hagkerfisins.

13. Húmanistar ætla að vera með mánaðarlega fundi. Þar á meðal um kvótakerfið. Tillögur hjá þeim um að sjávarútvegsfyrirtækin sem fara á hausinn verði þjóðnýtt í því skyni að endurúthluta þeim í anda samvinnufyrirtækja. Fyrri rekstraraðilar reyndust ekki færir um að reka þá og því mikilvægt að gefa starfsfólkinu færi á því að reyna það. Húmanistar óska eftir því að Björn komi og haldi erindi um lýðræðisvæðingu og Sólveig fjalli svolítið um Mondragón fyrirtækið á fundi hjá Húmanistum. Björn og Sólveig munu fara fyrir félagið. Áætlað síðasta þriðjudag í september, væntanlega á Café Haíti.

Sólveig sleit fundi kl. 22.30.

Rætt óformlega um björgun sjávarútvegsins.