Stjórnarfundur 4. okt. 2011

Fundur settur kl. 20.30. Fundarstjóri var Helga Kjartansdóttir. Mættir voru Valgerður Pálmadóttir, Dóra Ísleifsdóttir, Björn Þorsteinsson, Júlíus Valdimarsson, Þórarinn Einarsson, Guðmundur D. Haraldsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Guðni Karl Harðarson, Kristinn Már Ársælsson og Birgir Smári Ársælsson er ritaði fundargerð.

Fyrsta mál á dagskrá varðar Aðalfund og lagabreytingatillögur. Kristinn Már hafði tekið að sér að gera tillögur og kynnti þær.

Formleg nafnabreyting, setja undirtitilinn í lögin, sjálfbærni fyrst og síðan lýðræði til að auka vægi þess.

Tveir stjórnamenn valdir með slembivali úr hópi félagsmanna. Slembival verði notað til að auka vægi minnihlutahópa og til jöfnunar milli kynjanna. Félagsmenn hafa “opt out” möguleika.

Mættir félagar fái atkvæðisrétt á stjórnarfundum. Fækka í stjórninn niður í 9, því að þetta er lítið félag með sveigjanlegt og reglubundið starf, Hugmyndin er að stjórnin sé framkvæmdastjórn og talsmenn.

Ekki kosinn formaður heldur skiptir stjórnin með sér verkum og draga úr hættu á  valdabaráttu og óvirkum formanni. Sé liður 2 felldur er lagt til að kosnir verða níu stjórnarmenn.

Stjórnarfundi mánaðarlegir fundir þar sem ákvaðanir teknar og meirihluti atkvæða ræður

Kosning fundastjóra vantar í lög og skiptir máli að hafa það svo að ólýðræðislegir menn komist ekki í stólinn

Vantar í lög um kjörnefnd,

Tímamörk sett til að kynna megi lagabreytingatillögur og frambjóðendur fyrir fundinn. Eins og nú er má skila inn tillögum og framboðum alveg fram að setningu aðalfundar.

Umræður um tillögurnar. Almenn ánægja með lagabreytingatillögurnar. Sérstaklega var mikil ánægja með að veita öllum félagsmönnum atkvæðisrétt á stjórnarfundum.

Rætt um kynjahlutfall. Í lagabreytingatillögunum er gert ráð fyrir að fækka í stjórn, eða niður í 9 manns. Almenn samstaða um að nýta slembival til jöfnunar. Í versta falli verði þá 7 á móti 2. Ræddar voru ýmsar leiðir svo sem að kjósa bæri tiltekið marga af hvoru kyni. Niðurstaðan sú að láta nægja í tillögunum að gera ráð fyrir jöfnun í gegnum slembival.

Aðalfundurinn er þegar bókaður hér í Grasrótarmiðstöðinni þann 15. október en þá er einnig alþjóðlegur dagur lýðræðis. Sólveig leggur til að aðalfundurinn verði snemma eða kl.13.00, þar sem hitt verði líklega seinnipartinn. Aðalfundur hefur vald til að fresta sjálfum sér.  Lögð verða fram afbrigði þess efnis að kosið verði samkvæmt nýju ákvæðunum um kosningar til stjórnar á aðalfundinum.

Enn sem komið er félagið ekki skráð og því engir reikningar í þess nafni. Ríkisskattstjóri gerir athugasemdir við umsókn um skráningu þar sem Alda hefur t.d. ekki formann. Snorri Stefánsson mun senda Ríkisskattstjóra bréf þar sem þakkað er fyrir athugasemdirnar en þess krafist að skattstjóri skrái félagið engu að síður.

2. Guðni Karl kynnti hugmynd sína um sjálfbærniþorp á vesturlandi.

 • safna saman fólki í skemmtun og leik
 • sjálfbærniþorp
 • sett kringum skrifstofa sem sameinir sjálfbært handverk
 • lýðræðismiðstöð, fólk getur komið saman og rætt lýðræði, myndun og þróun
 • Dóra fær að sýna þetta uppi í listaháskóla
 • Guðni: hugsað til að koma samvinnunni út í þorpin, leggur til að lágmark 30 manns þurfi til að koma þessu í gang, en síðan 90 plús til að reka þetta
 • Kristinn: horfa erlendis til, það sem hefur virkað og nýta þær hugmyndar. Taka þetta prójekt og koma því inn í sjálfbærnihópinn og skilgreina þetta frekar þar. Helga leggur það fyrir fundinn og tekið vel í það.
 • Lýðræðisrekin fyrirtæki gætu sprottið úr frá þessu (júhú!).
 • staðargjaldmiðill

3. Heimasíðan

 • Komin í loftið
 • Björn nefnir að vanti upplýsingar um starfsemi félagsins. Kristinn nefnir að gera Taktu þátt tengil með öllum helstu upplýsingum.
 • Ritstjórn (Dóra, Sólveig og Kári Páll) spýtir í lófana. Ritnefnd vill hvetja alla félagsmenn til að senda efni í gegnum heimasíðuna. Þar er sér tengill fyrir slíkt.
 • Nokkur atriði rædd varðandi útlit síðunnar. Texti er t.d. enn of smár í meginmáli og það má endilega setja inn myndir ofl.
 • Sólveig bendir á að félagsmenn (eða allir) megi endilega senda athugasemdir á sig er varða síðuna.
 • Þakklæti til Antons Kaldals er hannaði síðuna og Guðnýjar Þorsteinsdóttur er setti hana upp og forritaði.

4. Önnur mál.

Lýðræðisráðstefnan í ráðhúsinu gekk vel. Íris Ellenberger var frábær. Mikill áhugi á félaginu.

Hreyfingin bauð Öldu að vera með á Borgarafundi  um tillögur stjórnlagaráðs nú í september. Fín mæting var og Kristinn Már talaði fyrir hönd félagsins.

Alda í útvarp og sjónvarpi. Íris var í þættinum Í heyranda hljóði. Og Kristinn Már veður í þætti Hauks Arnþórssonar þar sem fjallað verður um gagnsæi. Kastljósið ætlar á næstunni að fjalla um lýðræði og tók viðtal við Öldu vegna þessa.

Sveitastjórnarlögin. Voru vonbrigði. Það sem vantaði inn í þau voru t.d. liðir varðandi slembival og þátttöku í lýðræðisferli. Félagið sendi umsögn sem ekki var tekið tillit til.

Fundurinn var hinn skemmtilegasti, fundargestir kátir og mikill hugur í fólki.

Fundi slitið kl. 22.35