Stjórnarfundur verður, venju samkvæmt, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Gerðar voru breytingar á lögum félagsins á síðast aðalfundi þannig að nú eru stjórnarfundir ekki aðeins öllum opnir, og öllum frjálst að taka þátt í umræðum heldur hafa allir félagsmenn jafnan atkvæðisrétt á stjórnarfundum.
Mörg verkefni liggja fyrir hjá félaginu og óskir um samstarf sem kynnt verða á fundinum og rædd. Má þar nefna hugmyndir að nýjum starfshópum, þar á meðal um miðlun, alþjóðleg samskipti, ritnefnd auk sértækra verkefna. Fastir málefnahópar starfa áfram um stjórnmálin, hagkerfið og sjálfbærni en verkefnahópar starfa undir þeim um sérstök málefni, s.s. um styttingu vinnutíma.
Áhersla fyrsta árs var á málefnastarf og að byggja grunn undir félagið. Gera má ráð fyrir að lögð verði aukin áhersla á að efla innra starf og vinnu við að koma hugmyndum félagsins á framfæri og í framkvæmd.
Dagskrá fundarins
1. Kynning á nýrri stjórn og lagabreytingum frá aðalfundi
2. Umræður um starfið framundan og skipulag félagsins
3. Vefsvæði félagsins
3. Önnur mál