Á stjórnarfundi Öldu fyrr í kvöld (01.11.2011) kom enn og aftur fram þörf og ósk um vettvang til að skoða menntakerfið og beita hugvitinu til að hjálpa því inn í framtíðina. Fundurinn var sammála um að nú væri ekkert annað í stöðunni en að einhenda félaginu í að rannsaka og velta upp leiðum til að (endur-) lýðræðisvæða menntakerfið. Sátt var um þá tilfinningu að framtíðin þyrfti á málefnahópnum að halda.

Hér með er óskar Alda eftir því að áhugasamir gefi sig fram við Valgerði Pálmadóttur, stjórnarmann, sem hefur tekið að sér að drífa þessa vinnu í gang. Valgerður er með netfangið: valapalm@gmail.com.

Hlökkum til!