Lýðræðisvæðum stjórnmálin, fundur í Brautarholti.

Mætt voru: Haraldur, Einar Ólafsson, Hulda Björg, Helga Kjartansdóttir, Björn Þorsteinsson, Valur Antonsson, Guðmundur D. Haraldsson, Hjalti Hrafn sem stýrði fundi, Júlíus Valdimarsson og Kristinn Már sem ritaði fundargerð.

1. Lýðræðislegur stjórnmálaflokkur

Alda ætlar að teikna upp lýðræðislegan stjórnmálaflokk. Getum lært mikið af því hvernig Alda er byggð upp. Mikilvægt að allir fundir séu opnir. Eitt atkvæði á mann. Slembival. Aðrar kjöraðferðir við val á fulltrúum. Gætt að ólíkum hópum. Hvað í starfi Öldu má yfirfæra yfir á stjórnmálahreyfingu?

Frá sjónarhóli hefðbundinna stjórnmálaflokka gæti opið starf orðið til þess að má út mörkin á milli flokka. Gæta þarf að því að hafa neyðarhemla varðandi yfirtöku. Rætt um að flokkar geti haft

grunnstefnu sem unnið er út frá lýðræðislega og þannig haldist mörk milli flokka. Rétt eins og Alda sem er með opið skipulag en tiltekna afmarkaða grunnstefnu.

Þessi vinna varpar ljósi á starf núverandi flokka, afhjúpar að einhverju leyti misbrestina hvað varðar lýðræðislegt skipulag.

Hvert væri markmiðið með stofnun slíks flokks? Gæti lýðræðislegur flokkur starfað innan núverandi kerfis eða er þetta tæki til að koma hugmynd á framfæri eða markmið í sjálfu sér eða tæki til að koma öðrum hugmyndum um lýðræði. Hvert er markmið Öldu? Nokkur umræða var um þetta en niðurstaðan sú að þetta séu allt góð markmið í sjálfu sér.

Reynslan af flokksstarfinu í VG að þar vantar miklu meira lýðræði. Ekki séð í því starfi að það sé þörf á því að hafa lokaða fundi. Yfirleitt eru menn ekki að ræða mál sem ekki þoli dagsins ljós.

Paranoia að það þurfi lokaða fundi.

Rætt um starfsemi Samfylkingarinnar. Fundir opnir en í praxís er starfið talsvert top-down.

Húmanistaflokkurinn endurhannaður nýverið. Há félagsgjöld og skýr hugmyndafræði. Opinn öllum, þröskuldur samt þannig að það stjórnin hefur aukin völd ef þörf er á.

Talsvert var rætt um sjálfstæði fulltrúa, ekki bundnir við stefnu flokksins. Hvort ekki þurfi tæki í flokknum til að kalla eftir ábyrgð fulltrúa og jafnvel tæki sem gera félagsmönnum kleift að taka ákvörðun í tilteknum málum.

Hugsanlega gæti verið sniðugt að setja ákvæði sem tryggja rétt flokksmanna gagnvart fulltrúum, annað hvort fundi með þeim eða jafnvel ferli innan flokks sem ákvarðar fyrir fulltrúa sína.

Svíkja þingmenn sem segja sig úr flokknum eða svíkur flokkurinn þingmenn? Eiðstafur er flókinn því stefnan er túlkunaratriði.

Praktískt dæmi, grasrótin í flokknum vissi ekki hvað var að gerast í stjórn flokksins. Sumpart vegna álags, skorti meðvitund. Ef að þingsflokksfundir hefðu verið opnir hefði það kannski breytt einhverju. Þegar kemur að málefnavinnunni að í praxis vantar eitthvað.

Til hvers erum við með lýðræði? Lýðræði er leit að réttlæti. Réttlæti fyrir ofan lýðræði. Vekja athygli á því að réttlætið er það sem skiptir. Málafærsla djöfulsins: getur ekki komið upp sú staða að starfið fer að búa til eitthvað formlegt lýðræði innanflokks en nær ekki að bregðast við baráttunni að utan, berjast í réttlætisbaráttunni. Við gleymum því oft að við erum yfirmenn, en ekki þegnar. Gæta hagsmuna minnihluta.

Fram kom í umræðum að lýðræðið er réttlætismál. Og að lýðræðið sem form skilar ákveðnu réttlæti en þeir sem vilja meira og annað þurfa að vinna sínu réttlæti brautargengi innan lýðræðisskipulagsins. Annað er óréttlátt.

Formbinda málefnavinnuna. Skiptir miklu máli með kjör fulltrúa. Slembival. Formbinda allt. Hvernig gerum við leiðtogalausan flokk, praktískt vandamál (t.d. gagnvart fjölmiðlum) að tilgreina þarf fulltrúa. Þó bent á að opnir fundir gera þörfina fyrir fréttamannafundi og viðtöl um hvað gerðist á fundum óþörf.

Geta þess með tillögunum að Alda vill auka vægi annarra lýðræðisþátta en fulltrúalýðræðisins.

Gífurleg saga sem hægt er að sækja í, franskir maóistar á 7. áratugnum. Menn settir af og á án fyrirvara. Skiptir máli að gæta að lengd setu.

Gæta þarf að sérhagsmunum. Menn lýsi sig vanhæfa.

Fólki er smalað í flokk. Þegar flokkur kemst til valda þá fyrst rofna tengslin milli grasrótar og stjórnar flokksins. Margir eru í flokkum en hafa ekki áhuga á því vera þar.

Slembivalið er mikilvægt. Þú veist af því að þú gætir lent í stjórn og það breytir þér. Hefur meiri trú á stofnuninni, gengst upp í hlutverkinu. Meiri áhuga og trú á samfélagsmálum. Stjórnmálamenn vilja smala fólki inn til að fá atkvæði en svo ráða sjálfir. Fólk er fífl vélin.

Leiðtogaleysið, í kommúnistaflokknum var bara aðalritari. Gagnsæi, af hverju eru fundir lokaðir og þá fá fjölmiðlamenn að spyrja ákveðinna spurninga. Og það er matreitt ofan í fólk í stað þess að fólk fái bara að heyra hvað var á fundinum. Þurfum við fjölmiðla eins og í dag ef fundir eru opnir?

Þátttökuleysi almennings. Áhyggjur af því í gegnum tíðina. Fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi stjórnmála.

Þarf flokkur að vera með félagaskrá eða bara öllum opinn? Hver sem er mæta og taka þátt. Fólk geti farið á milli flokka.

Hagsmunaskráning er mikilvæg.

Hvað með hatursáróður, á það að vera í grunnstefnu stjórnmálaflokks? Eiga allir stjórnmálaflokkar að hafa mannréttindaskrá sem kemur ekki til kasta lýðræðisins? Þarf t.d. að setja hömlur á þátttöku hópa í stjórnmálastarfi, s.s. erlendra ríkisborgara?

Consensus er með mannréttindaplagg með og tryggir rétt minnihluta.

Samþykkt að Helga Kjartansdóttir, Kristinn Már, Hjalti Hrafn og Guðmundur D. myndu rita drög fyrir næsta mánudag og þá yrði annar fundur um málið. Áhugasamir geta senta ábendingar á þau (t.d. hek7@hi.is eða ciohodar@gmail.com).

2. Verkefni á döfinni

Tvö vefsíðuverkefni, annars vegar um hvernig almenningur geti gert stjórnarskrá og hins vegar gagnagrunnur um verkefni sem hafa verið reynd og heppnast á sviði lýðræðis- og/eða sjálfbærnivæðingar. Samstarf við Eva Joly foundation kynnt.

 

3. Önnur mál

Semja ályktun um birtingu upplýsinga sem varða almannahag. Fá Jón Jósef frá Íbúahreyfingunni á fund. Samþykkt að gera það og skoða betur þetta mál sem komið er upp í Mosfellsbæ.

Umræður um mótmæli og rétt til þess. Afskipti lögreglu af Occupy. Skoða það nánar.

Hjalti sleit fundi kl. 10:45.

One Thought to “Fundargerð – Stjórnmálin 14. nóvember”

  1. […] Lesa má fundargerð síðasta fundar sem var fyrir viku síðan hér á vefnum. […]

Comments are closed.