Næstkomandi þriðjudagskvöld verður haldinn fundur í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi. Hann er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, kl. 20.30 eins og venja er og dagskrá fundar snýst um að forgangsraða verkefnum vetrarins.
Það er ótal margt sem þarf að laga í núverandi hagkerfi, svo margt sem má lýðræðisvæða eða hið minnsta gera breytingar á í þá átt. Við þurfum því að bretta upp ermar, renna yfir listann og henda í gang.
Við hvetjum ykkur til að renna yfir stefnu félagsins um lýðræðislegt hagkerfi, fletta upp í kollinum á ykkur og koma með hugmyndir að því sem betur má fara í samfélaginu og á hverju liggur hvað mest.