Fundargerð – Lýðræðisvæðum hagkerfið

Fundur settur kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöðinni.

Fundinn sátu: Hulda Björg, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Guðmundur D. Haraldsson, Helga Kjartansdóttir, Pétur, Björn Brynjuson, Mortin Lange og Birna Guðmundsdóttir. Fundarstjóri var Hjalti Hrafn og ritari Helga

Fundarskrá:
1. Verkefni vetrarins.
2. Önnur málefni

1. Fyrstu verkefni vetrarins voru ákvörðuð og rædd. Verkefnunum var síðan útdeilt á meðlimi málefnahópsins.

Ákveðið var að ráðast í eftirfarandi verkefni:
1. Á síðasta fundi var ákveðið að dýpka stefnu hagkerfishópsins og huga að því hvernig hún birtist á heimasíðunni. Í framhaldinu kynnti Hjalti verkefni Öldu sem kemur að Evu Joly foundation og bað fundarfólk um að hafa verkefnið í huga við vinnu á dýpkun stefnunar. (Guðmundur mun taka að sér að dýpka hlutann um styttingu vinnutíma).
2. Teikna upp lýðræðislegt fyrirtæki (Sólveig og Helga)
3. Skrifa lög fyrir Coop. Lögð var fram tillaga um að reyna að fá stjórnmálamenn (td. Hreyfingin) til að skrifa lögin með aðstoð lögfræðinga. Tillagan var samþykkt af öllu fundarfólki. (Sólveig?)
4. Skrifa lög sem varða gjaldþrota fyrirtæki – með það að markmiði, að starfsfólk geti eignast fyrirtækin þ.e.a.s. að starfsmenn hafi fyrsta kröfurétt. Ath! Fordæmi fyrir þessu á Argentínu. (Hjalti mun útfæra hugmyndina fyrir næsta fund).
5. Búa til kynningarefni fyrir verkalýðsfélögin – bjóðast þar til að halda fyrirlestra. Mikilvægt er að benda á raunhæfa möguleika í kynningarefninu, td. má taka dæmi um erlend verkalýðsfélög. Jafnframt skal hafa plaggið hnitmiðað og þannig að það miði að verkalýðsfélögun (Guðmundur mun hér taka að sér að skrifa um styttingu vinnutíma, annars munu Hjalti og Bjössi sjá um að útbúa kynningargögnin, fyrir næsta fund).
6. Hlutabréfaskattur (Shere levy tax), sjá Rudolf Meidner – sú tillaga kom upp að kanna hann nánar, en hann er sniðugur upp á að skapa skapa sjóð fyrir ný lýðræðisleg fyrirtæki til að sækja í. (Hjalti útfærir hugmyndina og kemur með á næsta fund).
7. Grunn-framfærsla (universal basic income) – Peningur sem allir fá fyrir það eitt að vera borgarar. Kostir eru þeir, að á sama tíma munu ýmsar bætur lækka og verða jafnari. Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við velferðarkerfið og sjálft hagkerfið. (Hjalti og Birna munu koma með útfærslu af þessu fyrir næsta fund. Guðmundur kannar einnig þessa hugmynd í hóp um styttingu vinnutíma).

Önnur málefni:
1. Guðmundur kynnti hóp um styttingu vinnudags.
2. Beðið var um hugmyndir sem miðuðu að því að Alda væri ekki síður do tank en think tank, m.ö.o. var auglýst eftir aðgerðar plani. Fundargestir báðu um að aðgerðarplanið væri beðið betri tíma.

Fundi slitið kl. 22:20

2 Thoughts to “Fundargerð – Lýðræðisvæðum hagkerfið – 29. nóvember 2011”

 1. Björn Leví Gunnarsson

  „3. Skrifa lög fyrir Coop. Lögð var fram tillaga um að reyna að fá stjórnmálamenn (td. Hreyfingin) til að skrifa lögin með aðstoð lögfræðinga. Tillagan var samþykkt af öllu fundarfólki. (Sólveig?)“

  Það vantar gæðastjórnun á lög. Þau fara jú í gegnum nokkrar umræður og nefndir en lögin varða yfirleitt fólkið í landinu og fara aldrei (svo að ég viti til) í gegnum notendaprófanir.

  Athugasemdakerfið varðandi stjórnlagaþingið er ákveðin námundun að notendaprófunum, en hversu oft eru lögin í raun prófreynd fyrst?

  1. Alda

   Sæll Björn. Já, gæðastjórnun væri svo sannarlega velkomin. Hjá okkur færu drögin í gegnum umræður á fundum og þau svo auðvitað aðgengileg á netinu. Það væri því alltaf opið fyrir ábendingar og Alda hvetur alla til þátttöku.
   Varðandi raunverulega prófun á þeim þá hafa lög um lýðræðislega rekin fyrirtæki verið margreynd erlendis og ég ímynda mér að Alda nýti þann grunn og heimfæri. Samtökin http://www.ica.coop, sem eru regnhlífarsamtök co-op-a í heiminum, bjóða til dæmis upp á aðstoð við gerð slíkra laga.
   kv, Sólveig Alda

Comments are closed.