Gleðilegt ár allir saman! Það er ekki eftir neinu að bíða og stjórnarfundur verður haldinn þennan fyrsta þriðjudag á nýju ári. Fundurinn hefst klukkan 20.30 (Brautarholti 4). Á dagskrá fundar eru umræður um eftirfarandi:
- Nýjar námsskrár
- Þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO
- Ályktun um aðgerðir lögreglu gegn Occupy
- Fjárhagsreglur Öldu (drög í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi)
- Ný sveitastjórnarlög sem tóku gildi fyrsta janúar
- Borgarafundir
- Lífeyrisssjóðir
- Rafrænt lýðræði
- Hópastarf
- Efling félagsins
- Önnur mál
Minnum á að allir stjórnarfundir eru öllum opnir – það þýðir að allir séu velkomnir. Þar að auki hafi allir á öllum fundum Öldu eitt atkvæði á mann, allir jafnir. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði um tveir tímar.