Fundur í sjálfbærnihópnum verður miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.

Meðal þeirra verkefna sem hópurinn vinnur að má nefna sjálfbærniþorp og tillögur að því hvernig megi sjálfbærnivæða samfélögin okkar í heild.

Dagskrá

  1. Stefna Öldu í sjálfbærnimálum
  2. Alvöru grænt hagkerfi
  3. Sjálfbærniþorp
  4. Hönnun
  5. Önnur mál

Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Notast er við samhljóða ákvarðanatöku (e. consensus) en að öðrum kosti eitt atkvæði á mann. Allir geta tekið þátt, allir geta lagt hönd á plóg. Umsjónarmenn hópsins eru Halldóra Ísleifsdóttir, Kristinn Már Ársælsson og Sigrún Birgisdóttir.