Fundur í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmála 14. mars 2012 kl. 20:30 í Grasrótarmiðstöð.
Mættir voru Kristinn Már, Guðmundur D. og Björn (sem ritaði fundargerð).
1. Farið var yfir drög að stefnu stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis. Ýmsar orðalags- og áherslubreytingar gerðar, og jafnframt rætt um atriði sem bæta þyrfti við. M.a. rætt um fjölmiðla og jafnræðisreglu gagnvart stjórnmálaflokkum og umfjöllun um þá. Rætt hvort skrifa eigi greinargerð með stefnuplagginu, vísað til næsta fundar í málefnahópnum. Einnig ákveðið að ræða um skipan ráðherra á þeim fundi.
Samþykkt að leggja endurskoðuð drög fram á fundi eftir 1-2 vikur. Klára plaggið fyrir páska.
2. Real Democracy User Guide: er í vinnslu.
3. Önnur mál: kynning á lagaramma Öldu fyrir lýðræðislega stjórnmálaflokka er um það bil að fara í gang; stílsnið fyrir tillögurnar er að verða tilbúið.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:30.